22.09.2015 21:36

Rán ST 50.TFRD.

Rán ST 50.Smíðaður í Lehe í Þýskalandi árið 1915 fyrir Fiskveiðihlutafélagið Ægi í Reykjavík,hét Rán RE 54.262 brl.400 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var gerður út frá Kanada um eins ár skeið,1918-19.Seldur Fiskveiðihlutafélaginu Höfrungi í Hafnarfirði árið 1924,hét þar Rán GK 507.Seldur sama ár Hlutafélaginu Rán í Hafnarfirði,sama nafn og númer.Togarinn var seldur h/f Djúpavík,Djúpavík á Ströndum,árið 1939,hét þá Rán ST 50.Seldur til Færeyja árið 1946.Rán var fyrsti Íslenski togarinn sem stundaði veiðar á fjarlægum miðum 1918-19.Veiðisvæði togarans var aðallega við austurströnd Bandaríkjanna og við Nýfundnaland.Landaði hann afla sínum ýmist í Halifax eða Boston.
.
                                                                                                          Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

Flettingar í dag: 137
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 690
Gestir í gær: 196
Samtals flettingar: 1518424
Samtals gestir: 410919
Tölur uppfærðar: 20.8.2019 01:04:18