26.09.2015 20:23

Skutull ÍS 451.TFIC.

Skutull ÍS 451 var smíði númer 885 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1919 sem Daniel Mc Pherson fyrir Breska flotann.Fær fljótlega nafnið Lord Halifax H 79.314 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur í janúar 1925,h/f Togarafélagi Ísfirðinga á Ísafirði,hét Hávarður Ísfirðingur ÍS 451.Árið 1936 er eigandi skipsins h/f Hávarður á Ísafirði.Seldur h/f Val á Ísafirði árið 1938,fær nafnið Skutull ÍS 451.Árið 1942 selur h/f Valur á Ísafirði Skutul til h/f Asks í Reykjavík og fær togarann Þorfinn RE 33 í staðinn.Skutull fær skráninguna RE 142.Togarinn var skilinn eftir úti í Hull snemma árs 1948 eftir að kaup Oddson & Co gekk til baka.Tekinn af Íslenskri skipaskrá 10 mars 1948.Togarinn var rifinn niður í Hull árið 1952.
                                                                                                   Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Haustið 1939 felldu Bretar niður allar innflutningstakmarkanir á sjávarafurðum sem höfðu verið í gildi frá árinu 1932.Í kjölfar þess hófst mikill útflutningur á ísvörðum fiski frá Íslandi til Englands sem stóð öll stríðsárin.Togarinn Skutull ÍS 451 var fyrstur Íslenskra togara til að selja afla sinn í Englandi eftir að síðari heimstyrjöldin hófst.Hann lagði af stað í söluferð frá Ísafirði,12 október árið 1939 og seldi afla sinn í Fleetwood fimm dögum síðar.Fjöldi fólks safnaðist saman á Norðurtangabryggjunni til að kveðja skip og áhöfn þegar togarinn sigldi út fjörðinn.Myndin hér að neðan var tekin þegar togarinn lagði af stað frá Ísafirði.                                                                                                         Ljósm: Haraldur Ólafsson.

Flettingar í dag: 487
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 708
Gestir í gær: 231
Samtals flettingar: 1922865
Samtals gestir: 487669
Tölur uppfærðar: 13.7.2020 20:11:47