26.10.2015 10:09

Vörður BA 142.TFZC.

Vörður BA 142 var smíði númer 555 hjá Deutsche Schiffs Und Maschinenbau A/G Seebeck Wesermunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1936 fyrir MacLine Ltd í London (Leverhulme Ltd) sem Northern Reward LO 168.625 brl.1000 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur í október 1937,Northern Trawlers Ltd í London.Tekinn í þjónustu breska sjóhersins í september 1939.Togarinn var m.a.í sömu skipalest og Goðafoss þegar Þýski kafbáturinn U-300 sökkti honum við Garðskaga,10 nóvember 1944.Í desember árið 1946 er togarinn skráður í Grimsby,sama nafn en GY 431.Seldur h/f Verði á Patreksfirði í mars 1947 og fær nafnið Vörður BA 142.Togarinn fórst í hafi á leið til Grimsby í söluferð,29 janúar 1950.5 skipverjar fórust en 14 skipverjar komust í björgunarbát og var bjargað þaðan um borð í togarann Bjarna Ólafsson AK 67 frá Akranesi.Vörður var af svonefndri "Sunlightgerð"en jafnan nefndur "Sáputogari"en þeir togarar voru alls 15 að tölu.

                                                                     (C) mynd: Úr safni Hafliða Óskarssonar,togarar.123.is


Þessir 15 togarar voru smíðaðir í Bremen og Wesermunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1936.Kaupandinn var Unilever,dótturfyrirtæki sápu og matvælaframleiðandans,Liverholme Group of Companies sem sameinaðist Hollenska smjörlíkisframleiðandanum Van Den Berghs árið 1930.Andvirði skipanna var sagt að Unilever hafi reitt af hendi í vöruskiptum með framleiðslu verksmiðja sinna,Sunlight Soap.Sumir nefndu þessa togara því"Sunlight-togaranna" en algengara var að þeir voru nefndir Sáputogararnir.
Skipin fóru upphaflega öll til Fleetwood á Englandi og var skráður eigandi MacLine Ltd í London,en eftir erfiðan rekstur þar voru þau flest ef ekki öll seld árið 1937 til William Bennet,sem stofnaði Útgerðarfélagið Associated Fisheries Ltd í Grimsby árið 1929.
Flettingar í dag: 685
Gestir í dag: 244
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1963137
Samtals gestir: 497238
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 03:08:48