02.11.2015 09:47

Íslendingur RE 120.TFQL.

Íslendingur RE 120 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1893.Kom til landsins í mars árið 1908.Hét áður Osprey.146 brl.200 ha.2 þjöppu gufuvél.Eigandi var Fiskiveiðahlutafélagið Fram í Reykjavík og Elías Stefánsson frá árinu 1908.Árið 1916 er Elías Stefánsson einn eigandi skipsins.Togarinn sökk á Eiðisvík,9 desember 1926.Bjargað af hafsbotni eftir 15 ár og togarinn endurbyggður,m.a.sett ný 500 ha.Fairbanks Morse díesel vél í hann.Seldur í nóvember 1942,Díeseltogurum h/f í Reykjavík,hét Íslendingur RE 73.Seldur í maí 1949,Bjarna Sigurðssyni og fl í Reykjavík.Togarinn var rifinn niður í brotajárn árið 1957.
                                                                                                                      Ljósmyndari óþekktur.

Íslendingur átti sér annars mjög undarlegan feril hér á landi.Togarinn sökk af ókunnum ástæðum,þar sem hann lá í vetrarlægi á Eiðisvík,9 desember 1926 og lá þar þangað til árið 1942.Þá var hörgull á skipum,og datt mönnum því í hug að reyna að ná Íslendingi upp.Tókst það,og voru gerðar á togaranum miklar endurbætur,m.a.sett í hann díesel vél.Árið 1957 var Íslendingur loks rifinn,þá orðinn meira en 60 ára gamall.
Flettingar í dag: 231
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 418
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 697770
Samtals gestir: 52748
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:38:49