07.11.2015 10:54

Coot GK 310.LCBN.

Coot GK 310 var smíðaður hjá William J Hamilton & Co í Glasgow í Skotlandi árið 1892 fyrir Silver City Steam Trawling Company Ltd í Aberdeen í Skotlandi,hét Coot.151 br.45 ha.2 þjöppu gufuvél.Seldur Fiskveiðihlutafélagi Faxaflóa í febrúar 1905,hélt sama nafni og kom til landsins,6 mars sama ár.15 desember 1908 var togarinn að draga kútter Kópanes og fékk dráttartógið í skrúfuna og rak stjórnlaust á land við Keilisnes og eyðilagðist þar.Kútterinn hlaut þarna sömu örlög,rak á land og eyðilagðist.Togarinn Coot var fyrsti togarinn sem var að fullu í eigu Íslendinga.
                                                          Vatnslitamynd eftir Bjarna Sæmundsson Fiskifræðing frá 1907.

Hér fyrir neðan er Skipshafnarskrá togarans,sú fyrsta frá árinu 1905.Indriði Gottsveinsson var skipstjóri á Coot.Hann hafði ekki áður fengist við veiðar með botnvörpu,og var því Akurnesingurinn Halldór Sigurðsson ráðinn sem fiskiskipstjóri.Hann hafði starfar á breskum togurum og var búsettur í Aberdeen.Var þessi háttur eingöngu hafður fyrstu mánuðina og tók þá Indriði að fullu við skipstjórninni.




Gufukatlinum og stýrinu var bjargað úr fjörunni við Keilisnes árið 1986 og er hann varðveittur við gamla Hansenshúsið við Strandgötuna í Hafnarfirði.Ketillinn er um 50 tonn að þyngd og ótrúlega sterkt stálið í þessu,hafandi legið í sjó í ein 80 ár.


                                                                                                        (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 474
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 723820
Samtals gestir: 53718
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 13:53:51