18.11.2015 22:27

Akranes.LB...

Akranes var smíði no:608 hjá Edward Brothers í North Shields á Englandi árið 1899 fyrir Fiskeri & Handels Aktieselskabet Isafold (Vídalínsútgerðin) í Reykjavík,hét Akranes og kom til landsins í apríl sama ár.165 brl.250 ha.2 þjöppu gufuvél.Seldur í desember 1901,Joseph Brown í Newcastle-upon-Tyne,hét Akranes NE 9.Seldur 29 maí 1902,J.Marr & Son Ltd í Fleetwood,en ekki skráður þar fyrr en 28 janúar árið 1905,hét Akranes FD 33.Togarinn var í þjónustu breska sjóhersins frá júní 1915,þar til honum var skilað til eigenda sinna árið 1919.Seldur 1918-19,Ernest Davy Baxter í Grimsby,hét Akranes GY 1219.1923 er skráður eigandi,Ernest James Baskcomb í Grimsby.Seldur 3 maí 1928,Baskcomb & Northcote Ltd í Grimsby.Seldur í ágúst 1929,Nicolaas Maarleveld í Ijmuiden í Hollandi,hét Anna Josina IJM 128.Árið 1934 er skráður eigandi,Zeevisscherij Maatschappij í Ijmuiden í Hollandi.Seldur í brotajárn og rifinn í maí árið 1936.Aðrar heimildir segja að hann hafi ekki verið rifinn fyrr en á árinu 1955.
Akranes FD 33.                                                                                          (C) mynd: John Warman.

Myndin hér að neðan er af módeli af skipinu sem ég fékk fyrir stuttu.Einkar vel gert,sannkölluð listasmíði.


 Akranes FD 33.Módel.                                                                      (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 286
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 572
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 689232
Samtals gestir: 51461
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:50:24