24.11.2015 21:49

Great Admiral RE 152.LVDJ.

Great Admiral var smíði no 160 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1908 fyrir Edward Cyril Grant & Joseph William Little í Grimsby,hét Great Admiral GY 361.286 brl.500 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur Þórarni Olgeirssyni í október 1912,hét Great Admiral RE 152.Seldur í október 1915,Edward Cyril Grant í Grimsby,hét Great Admiral GY 733.Seldur 30 október 1915,A.&.M.Smith Ltd í Leith í Skotlandi.Var svo í þjónustu breska sjóhersins frá 29 maí 1917 til júnímánaðar árið 1919.Seldur 27 janúar 1920,Direct Fish Supplies Ltd í London.Seldur 6 september 1922,Thomas William Baskcomb Ltd í Grimsby.Seldur 22 október 1935,Fred Parks,Fleetwood & Blackpool.Seldur 25 nóvember 1935,Boston Deep Sea Fishing & Ice Co Ltd í Fleetwood.Í þjónustu breska sjóhersins frá 28 maí 1940 til júnímánaðar árið 1945 en togarinn var seldur á þeim tíma,Northern Trawlers Ltd í Grimsby,17 október 1942.Seldur í júní 1947,West of Scotland Shipbraking Co Ltd í Troon,Skotlandi og rifinn þar í september 1947.
                                                                                                      (C) mynd: Mark Stopper.


Ég vil hér bæta við smá broti úr æviminningum Þórarinns og gef honum orðið hér;

Þegar ég hætti skipstjórn á Marz og fór í land skipslaus,bauðst mér að verða skipstjóri á enskum togara sem hét Great Admiral og þeir Joe Little og Cyril Grant,útgerðarmaður í Grimsby áttu.Skip þetta var bæði nýrra og stærra en Marz og fyrsti enski togarinn,sem var raflýstur.Ég tók boði Cyril Grants um að taka að mér skipstjórn á Great Admiral,en aðeins um stuttan tíma,því ég hafði jafnframt í undirbúningi að láta smíða nýjan togara í Englandi,og voru þeir Jes Zimsen útgerðarmaður í Reykjavík og Joe Little yngri þáttakendur í því fyrirtæki með mér.Hafði ég,áður en mér barst tilboðið frá Cyril Grant,gert samning,í samráði við Jes Zimsen og fleiri,um smíði hins nýja skips í Englandi.Var það þá þegar fastur ásetningur minn að eignast sjálfur skip til umráða og gera út frá Íslandi.Annað hafði mér aldrei komið til hugar.
Skipstjóri á Great Admiral var ég frá því í árslok 1912 og fram í ársbyrjun 1915,að fyrri heimstyrjöldin var skollin á.Þá var skipið selt,að boði stjórnarinnar,og tók hún það til starfa í breska flotanum.

Úr ævisögu Þórarinns Olgeirssonar,Sókn á sæ og storð.Útg: 1960.

Það er ekki að sjá á þessum línum hér að ofan að Þórarinn hafi átt togarann,heldur hafi hann einungis verið skráður hér á landi,alla vegna les ég það út úr þessu.

Nýsmíðin sem Þórarinn talar þarna um er vitanlega togarinn Belgaum RE 161.TFNC.Smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby árið 1916.
Flettingar í dag: 277
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 426
Gestir í gær: 129
Samtals flettingar: 2392321
Samtals gestir: 622013
Tölur uppfærðar: 21.9.2021 14:47:19