18.12.2015 23:08

970. Barði NK 120. TFFH.

 Barði NK 120. TFFH. Smíði no 406 hjá V.E.B. Elber Werft í Boizenburg í A-Þýskalandi árið 1964. 264 brl. 600 ha.Lister díesel vél. Kom nýr til Neskaupstaðar 5 mars 1965. Fyrsta skipið í eigu útgerðar Síldarvinnslunnar h/f. Þann 20 desember 1964 var Barði í reynslusiglingu á Elbufljóti,þá vildi það óhapp til að stórt flutningaskip sigldi á hann. Skemmdist skipið þó nokkuð. Þetta gerðist rétt áður en átti að afhenda hann eigendum sínum. Varð þetta óhapp til þess að afhendingu seinkaði og kom Barði ekki til heimahafnar fyrr en 5 mars 1965 eins og fyrr segir. Síðari hluta ársins 1970 bar skipið nafnið Barði ll NK 118. Skipið var selt,13 nóvember 1970 Skinney h/f,Höfn í Hornafirði,hét Skinney SF 20. Selt til Noregs árið 1975.


Barði NK 120 á Norðfirði.                                                               (C) Mynd: Guðmundur Sveinsson.


Barði NK eftir ásiglinguna á Elbufljóti,20 desember 1964.                        (C) Mynd: Síldarvinnslan h/f.

Flettingar í dag: 1597
Gestir í dag: 402
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1964049
Samtals gestir: 497396
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 15:41:31