08.01.2016 19:30

1308. Júní GK 345. TFKT.

Júní GK 345 var smíði no: 112 hjá skipasmíðastöðinni Astilleros Luzuriga í Pasajes á Spáni árið 1973,upphaflega fyrir Útgerðarfélagið Júní h/f í Hafnarfirði en var svo eftir stuttan tíma í eigu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. 942 brl. 2 X 1.400 ha. MAN Bazan díesel vélar. Árið 1980 var sett ný vél í skipið, 3.200 ha. MaK díesel vél. 2.355 Kw. Togarinn var seldur Hval h/f Miðsandi Strandarhreppi í Borgarfjarðarsýslu, 23 apríl 1986, hét Venus HF 519. Skipið var lengt árið 1995 og mældist þá 1.156 brl. Seldur Grænlenska Útgerðarfélaginu Northern Seafood Aps, 17 desember 2013. Togarinn hét þá Juni GR 7-519 og gerður út frá Maniitsoq á Grænlandi af Íslenskum aðilum. Sú kaup gengu til baka ári síðar. Var svo seldur aftur í júní 2015, Grænlenska sjávarútvegsfélaginu Enoksen Seafood A/S og heitir í dag Maja E GR 8-83 og er gerður út frá Sisimiut á V-Grænlandi.


Júní GK 345 í erlendri höfn.                                                               (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


1308. Venus HF 519.                                                                             Mynd af vef H.B.Granda h/f.


Juni GR 7-519 að landa hjá H.B.Granda h/f sumarið 2014.                   (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Juni GR 7-519 ex Venus HF 519 í slippnum 1 maí 2015.                      (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Hér fyrir neðan er grein úr tímaritinu Ægi frá því í febrúar 1996 um feril skipsins.;

Skipið hét upphaflega Júní GK 345 og er smíðað árið 1973 hjá skipasmíðastöðinni Astilleros Luzuriga í Pasajes á Spáni, smíðanúmer 112 hjá stöðinni. Skipið er í hópi sex systurskipa sem smíðuð voru hjá stöðinni fyrir íslendinga á árunum 1972-1975. Skipin voru þessi í tímaröð: Bjarni Benediktsson RE 210 (1270). nú Mánaberg ÓF 42, í desember 1972; Júní GK 345 (1308), nú Venus HF 519, í maí 1993; Snorri Sturluson RE 219 (1328), í september 1973; Ingólfur Arnarson RE 201 (1345), nú Freri RE 73, í desember 1973; Kaldbakur EA 301 (1395) í október 1974; og Harðbakur EA 303 (1412) í febrúar 1975. Skipið var upphaflega í eigu Utgerðarfélagsins Júní STÁ., Hafnarfirði, en gert út af Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. í júlí 1985 eignast Hvalur h.f. skipið og lætur breyta því í frystiskip. Þeirri breytingu lýkur í nóvember 1986 og fær skipið þá nafnið Venus HF 519. Breytingar sem áður hafa verið gerðar á skipinu eru þessar helstar; Árið 1980 er skipt um aðalvélarbúnað og sett ein 3200 ha Mak aðalvél í stað tveggja 1410 hestafla Man með Brevo gír fyrir tvær vélar; settur í skipið skrúfuhringur árið 1984; og árið 1986 er settur í skipið vinnslubúnaður, ný brú og íbúðum breytt, svo og nýr vindubúnaður o.fl.

Flettingar í dag: 543
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 479
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 723208
Samtals gestir: 53664
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 17:33:06