14.01.2016 22:01

Bátalíkön.

Við Íslendingar höfum ekki verið duglegir að vernda gömul skip eða báta. Reyndar mjög lítið og það litla sem hefur verið tekið til haga hefur lítið sem ekkert viðhald fengið. Ég nefni sem dæmi Byggðasafnið að Görðum á Akranesi, bátarnir þar og kútter Sigurfari eru einn fúahaugur sem erfitt væri eða orðið of seint að bjarga. En sem betur fer eigum við mikið af líkönum allsskonar, s.s. togurum, flutningaskipum bátum og margt fleira. Þessar myndir hér að neðan eru úr safni Hauks Sigtryggs Valdimarssonar á Dalvík. Einstaklega falleg handverk og alltaf gaman að skoða fallega báta.


Björgvin EA 565. ex EA 389. Smíðaður á Akureyri 1923. 9 brl. 25 ha. Samson vél. Bárnum var siglt í strand í Hrísey út af leka 14 september 1960. Einn maður var á bátnum og bjargaðist hann á sundi til lands.


Bris EA 404. Smíðaður í Noregi árið 1905. 48 brl. 40 ha. Gideon vél. Báturinn strandaði og eyðilagðist í október 1950.


Guðbjörg ÍS 14. TFUV. Smíðuð á Ísafirði árið 1956. 47 brl. 220 ha. General Motors vél. Bátinn rak á land í Þorlákshöfn, 26 janúar 1964 og eyðilagðist. Hann hét þá Hrönn ÁR 21.

                                                                                   (C) Myndir: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Flettingar í dag: 913
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1170
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 720810
Samtals gestir: 53526
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 13:20:43