17.01.2016 09:51

Gufuvélin úr Línuveiðaranum Sigríði RE 22.

Gufuvélin úr Sigríði RE 22 var smíðuð hjá Storvik Mekanik Verksted Bremsnes við Kristianssund í Noregi árið 1917. 242 ha. 3 þjöppu vél. Sigríður var einnig smíðuð hjá Storvik Mekanik Verksted í Bremsnes árið 1919. hét fyrst Samnöen. 149 brl. Firmað Geir & Th Thorsteinsson kaupir skipið 1925, hét Þorsteinn RE 22. Selt h/f Smára í Reykjavík 1927, fær þá nafnið Sigríður RE 22. Skipið var svo selt Óskari Halldórssyni, s/f Jarlinum og Ólafi Óskarssyni í janúar 1944, hét þá Sigríður GK 21. Selt í mars 1946, Hlutafélaginu Sigríði í Grundarfirði, hét Sigríður SH 97. Selt í apríl 1954 Keili h/f í Reykjavík, hét Sigríður RE 269. Selt í júní 1955, Skafta Jónssyni á Akureyri. Árið 1956 var sett í skipið 440 ha. Mias dísel vél (árg. 1935). Í maí 1956 var Fiskveiðasjóður Íslands skráður eigandi. Selt í júní 1957, Rún h/f í Bolungarvík, skipið hét Særún ÍS 6. Talið ónýtt og tekið af skrá árið 1966. Gufuvélin úr Sigríði er á Sjóminjasafninu Víkinni á Grandagarði í Reykjavík.


Gufuvélin úr Sigríði. Hún er 8,5 tonn að þyngd.                              (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Vélin úr Sigríði RE 22.                                  (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Gangverkið.                                                (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

 
Sigríður RE 22 á síldveiðum.                                                                     Ljósmyndari óþekktur.


Sigríður RE 22 á leið til síldveiða árið 1939.                                               Ljósmyndari óþekktur.  
Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 767
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 717878
Samtals gestir: 53362
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 02:32:31