22.01.2016 22:20

1585. Sigurfari ll SH 105. TFGH.

Sigurfari ll SH 105 var smíðaður hjá Þorgeiri & Ellert h/f á Akranesi árið 1981 fyrir Hjálmar Gunnarsson og Gunnar Hjálmarsson á Grundarfirði. 431 brl. 2.230 ha. Alco díesel vél. Skipið var selt,11 febrúar 1986, Haraldi Böðvarssyni & Co h/f á Akranesi, fær nafnið Sturlaugur H Böðvarsson AK 10. Sama ár var sett ný vél í skipið, 1.650 ha. Stork Werkspoor díesel vél. 1 janúar 2004 sameinaðist Haraldur Böðvarsson & Co h/f og Grandi h/f í Reykjavík undir merkjum H.B.Granda h/f í Reykjavík og er togarinn gerður út af H.B.Granda h/f í dag. Þetta er sennilega síðasta árið sem hann verður gerður út því þrír nýir togarar eru í smíðum fyrir H.B.Granda í Tyrklandi og eru þeir væntanlegir á þessu ári og því næsta.

1585. Sigurfari ll SH 105.                                                    Mynd af gömlu dagatali. Ljósm: óþekktur.

1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10.                                              (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Togdekkið og gálginn.                                 (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Millidekk togarans.                                                                           (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Skorsteinshúsið og inngangurinn í vélarúmið.                                      (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.Flettingar í dag: 1515
Gestir í dag: 387
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1963967
Samtals gestir: 497381
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 14:04:54