02.02.2016 13:24

1327. Arnarborg ÍS 260. TFOH.

Arnarborg ÍS 260 var smíðuð hjá Flekkefjord Slipp & Mask. Fabr. A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1973 fyrir Fáfni h/f á Þingeyri. Hét fyrst Framnes l ÍS 708. 407 brl. 1.750 ha. Wichmann díesel vél. Ný vél (1987) 1939 ha. Deutz vél 1426 Kw. Frá 22 febrúar 1990 var skráður eigandi Arnarnúpur h/f á Þingeyri. 28 desember er eigandi Arnarnúpur h/f á Ísafirði og hét þá Framnes ÍS 708. 31 desember 1996 er Gunnvör h/f á Ísafirði eigandi togarans, sama nafn og númer. Skipið var selt Hraðfrystihúsinu Gunnvör h/f í Hnífsdal árið 1999. Seldur árið 2007, Birni ehf í Bolungarvík, fær nafnið Gunnbjörn ÍS 302. Seldur 2014, Sólberg ehf á Ísafirði, sama nafn og númer til að byrja með en fær nafnið Arnarborg ÍS 260 í júní 2015.


1327. Arnarborg ÍS 260 við bryggju á Ísafirði.                              (C) Mynd: Sæmundur Þórðarson. 


1327. Framnes ÍS 708 á toginu.                                                 (C) Mynd: Sæmundur Þórðarson.


1327. Gunnbjörn ÍS 302 í Dalvíkurhöfn.                        (C) Mynd: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.

30. ágúst s.1. kom skuttogarinn Framnes I ÍS 708 til heimahafnar sinnar, Þingeyrar. Skipið er númer fjögur af sex skuttogurum, sem Flekkefjord Slipp og Maskinfabrikk Noregi smiðar fyrir Íslendinga. Eigandi Framnes I er Fáfnir h.f. Þingeyri.

Í 8. tbl. Ægis birtist lýsing af skuttogaranum Guðbjarti ÍS 16, sem er systurskip Framness I, og á sú lýsing að mestu leyti við þetta skip. Sú villa komst þó í þá lýsingu, að gangar sinn hvorum megin við þilfarshús á aðalþilfari eru sagðir opnir, en þessir gangar eru lokaðir á báðum þessum skipum.

Breytingar hafa verið gerðar á grandaraspilum, þ. e. tromlur stækkaðar í þessu skipi, auk þess sem stærri losunarkrani (3y2 t) hefur verið settur í skipið. Ísklefi á neðra þilfari hefur verið stækkaður nokkuð. Tæki í brú, sem frábrugðin eru þeim sem lýst er í Guðbjarti ÍS eru:

Dýptarmælar: Simrad EK 38 og Simrad EK 50. Fisksjá: Simrad CI, sem unnt er að tengja inn á hvorn dýptarmælinn sem er. Asdik: Simrad SK 3. Netsjá: Simrad FB2 (kapaltæki kapaltæki) með Simrad EX sjálfrita. Loran: Furuno LC-1.

Skipstjóri á Framnes I ÍS er Auðunn Auðunsson og 1. Vélstjóri Einar Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Páll Andréasson.

Ægir 66. Árgangur. 01.11.1973.                                       Heimild: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.

Flettingar í dag: 667
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 479
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 723332
Samtals gestir: 53672
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 23:28:56