04.02.2016 09:18

Síldarbræðsluskipið Hæringur. TFMB.

Hæringur ex W.J.Conners var smíðaður í Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum árið 1901. 4.898 brl. 1.800 ha. 4 þjöppu gufuvél. Eigandi var Hæringur h/f í Reykjavík frá 20 desember 1948. Skipið var selt til Noregs í september árið 1954. 


Hæringur liggur við ankeri í Kollafirði. 48.Fanney RE 4 liggur utan á honum. Ég verð nú bara að segja að þetta skip er með því ljótara sem sést hefur hér við land, en dæmi hver fyrir sig um það. Mynd: óþekktur.

Hér fyrir neðan eru greinar um Hæring, komu hans til landsins og örlög hans.;

Síldargangan í Hvalfirði i fyrravetur varð til þess, að bæjarstjórn Reykjavíkur gekkst fyrir ráðstöfunum til betri hagnýtingar á vetrarsíldinni. Eftir ýmsar athuganir í málinu var félagið Hæringur h/f. stofnað með 5 milljón kr. hlutafé. Hluthafar eru fjórir, Reykjavíkurbær, Sildarverksmiðjur ríkisins, sam tök útgerðarmanna og Óskar Halldórsson. Hlutafélagið festi kaup á skipi i Bandaríkjunum, og ætlunin var að breyta því í nokkurskonar fljótandi sildarverksmiðju. Um s.l. helgi kom skipið til landsins, og hefir þvi verið breytt mjög mikið frá þvi, er áður var, með tilliti til síldarvinnslu og síldargeymslu um borð. Síldarvinnsluvélar þær, er Óskar Halldórson lagði fram, eru þó ósettar í, þannig að skipið Er ekki fullbúið ennþá. Við komu skipsins til Reykjavíkur voru margar ræður fluttar, m. a.lýsti Jóhann Hafstein, formaður stjórnar Hærings, kaupum skipsinsog tilhögun allri um borð.Síldarbræðsluskipið hefir hlotið nafnið Hæringur. Það er byggt 1901 í Buffalo, og var flutningaskip á vötnunum við landamæri Bandaríkjanna og Kanada. Árið 1943 tók herinn skipið í þjónustu sína, og er kaup voru fest á þvi af hlutafélaginu Hæringi, þá var það austur á Kyrrahafsströnd. Allar breytingar, sem gerðar voru á skipinu vestur í Ameríku, annaðist Jón Gunnarsson verkfræðingur. Aðalsildarvinnslusalurinn er 15x40 metrar að stærð, síldarþróin tekur 10.000 mál, sildarmjölsgeymslan 1600 tonn og afköst verksmiðjunnar eru 6-10 þús. mál á sólarhring. Stærð skipsins er 6900 brúttólestir, lengd þess 390,5 fét og breidd 50 fet. Ganghraði er 10 milur. Góð íbúð er um borð fyrir 80 manns. Fylgja henni margskonar þægindi. Skipstjóri á Hæring er Ingvar Einarsson, fyrsti stýrimaður Steinarr Kristjánsson og fyrsti vélstjóri Jónas Ólafsson.

Heimild: Fálkinn 21. Árg. 1948. 41. Tbl.

Geysileg veiði Hvalfjarðarsíldarinnar veturinn 1946 - 1947 varð til þess að keypt var frá Ameríku hið fullkomnasta bræðsluskip, Hæringur - tæpar 7.000 smálestir að stærð. Afkastagetan nam 10.000 málum síldar á sólarhring. Reynslan af þessum rekstri varð ein hrakfara- og skuldasaga. Áður en Hæringur var seldur til Noregs, árið 1954, höfðu  einungis 13.850 mál síldar verið brædd í skipinu á fjórum árum og skuldir fjórfaldast.

Heimild: 100 ára Síldarsaga.

Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 479
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 722753
Samtals gestir: 53649
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 04:32:45