15.02.2016 10:04

Á útleið frá Neskaupstað á Barða NK 120.

Mig minnir að ég hafi tekið þessar myndir haustið 1993 þegar við vorum á leið í Rósagarðinn, eins og við gerðum oftast á þessum tíma. Vorum á heilfrystingu og veiddum aðallega þennan fallega rósrauða karfa sem er einkennandi fyrir þetta veiðisvæði sem er miðja vegu á milli Íslands og Færeyja. Myndagæðunum er nú ekki fyrir að fara en ég læt samt nokkrar hér inn. Einnig á ég myndir sem ég tók í Barentshafi á árunum 1993 til 1996 og svo myndir teknar um borð í Bjarti NK 121 í febrúar 1991 þegar við vorum að fiska í siglingu á Þýskaland. Þessar myndir munu koma hér á síðuna einhvern tímann við gott tækifæri.


Spegilsléttur Norðfjarðarflói. Eyðifirðirnir Viðfjörður og Hellisfjörður til vinstri á myndinni en Norðfjörður hægra megin við gálgann.


Norðfjarðarflói, Hellisfjörður, Norðfjörður og Norðfjarðarnýpa til hægri.


Barðsneshorn. ( Norðfjarðarhorn )


Svokallaðir Húsgaflar í Dalalandi við norðanverðan Mjóafjörð með Dalatanga yst. Lengst til hægri glittir í fjöllin norðan Loðmundarfjarðar og yst er Glettinganes.


Barðsneshornið, Hellisfjarðarnes, Norðfjörður og Norðfjarðarnýpan til hægri.


Barðsnes og Norðfjarðarnýpa. Að fara suður með síðu er þessi gamla og góða veiðislóð Norðfirðinga kölluð í daglegu tali og gaf oft á tíðum vel af sér.


Barðsnes, Hornið, Nýpan og mynni Mjóafjarðar. Ekki amalegt það að halda til hafs í svona blíðu.


Út í Hvalbakshalli eða Berufjarðarál.

                                 (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa, teknar um borð í 1536. Barða NK 120. TFKL.
Flettingar í dag: 1245
Gestir í dag: 334
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1963697
Samtals gestir: 497328
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 06:20:10