16.02.2016 13:36

117. Hvalur 8. RE 388. TFDV.

Hvalur 8 RE 388 var smíðaður í Tönsberg í Noregi árið 1948. Hét fyrst Gos Xll. 481 brl. 1.800 ha. gufuvél. Eigandi er Hvalur h/f á Miðsandi í Hvalfirði frá árinu 1962. Skipið er gert út sem hvalveiðiskip. Ég tók þessar myndir af Hval 8 þegar hann var í slippnum í Reykjavík í maí 2014. Hvalur 8 og 9 eru einu díeselknúnu gufuskipin sem Íslendingar eiga í dag og eru enn í drift. Það þarf engann texta við þessar myndir, þær tala sínu máli.


Hvalur 8 RE 388.













                                                                                  (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 7 maí 2014.
Flettingar í dag: 426
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 418
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 697965
Samtals gestir: 52753
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 14:12:15