17.02.2016 08:59

1274. Páll Pálsson ÍS 102. TFKR.

Páll Pálsson ÍS 102 var smíðaður hjá Narazaki Zosen K.K. í Muroran í Japan árið 1972 fyrir Miðfell h/f í Hnífsdal. Smíðanúmer 806. 462 brl. 2.000 ha. Niigata díesel vél. Skipið var lengt árið 1988, mældist þá 583 brl. Ný vél var sett í skipið á sama tíma, 2.300 ha. Niigata díesel vél, 1.691 Kw. Togarinn er gerður út af Hraðfrystihúsinu Gunnvör h/f í Hnífsdal. Páll Pálsson var einn af 10 togurum sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Japan á árunum 1972-73. Páll var annar í röðinni af 6 togurum sem voru smíðaðir í Muroran, hinir 4 voru smíðaðir í Niigata á Honshueyju.


1274. Páll Pálsson ÍS 102.                                                                       Ljósmyndari óþekktur.


Páll Pálsson ÍS 102 á sundunum í Reykjavík í ágúst 2012.          (C) Mynd: Markús Karl Valsson.


Páll Pálsson ÍS 102 að landa afla sínum í Reykjavík,24 júlí 2014.  (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Páll Pálsson ÍS 102 í slippnum í Reykjavík ,26 júlí 2014.             (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1310
Gestir í dag: 444
Flettingar í gær: 1092
Gestir í gær: 456
Samtals flettingar: 2034144
Samtals gestir: 520383
Tölur uppfærðar: 29.9.2020 10:14:08