19.02.2016 13:45

Gamlir eikarbátar.

Þeir eru nú ekki margir eftir af þessum fallegu eikarbátum, en þeir sem eftir eru hafa verið gerðir upp og eru flestir þeirra notaðir sem skemmtibátar í dag. Þessar myndir tók ég í Reykjavíkurhöfn í júlí árið 2014.


1423. Norðurstjarnan RE 365. Smíðaður hjá Básum h/f í Hafnarfirði árið 1975. Eik og fura, 22 brl. 210 ha. Volvo Penta díesel vél. Þessi bátur hefur oft skipt um eigendur og nöfn líka. Þau eru, það elsta er talið síðast.; Óm RE 365, Pétur afi SH 374, Árni Jóns BA 1, Þröstur BA 400, Þröstur BA 48, Þorsteinn HF 107, Seifur ÞH 265, Seifur KE 22, Seifur HU 2 og fyrsta nafnið sem hann bar var Seifur BA 123.


1149. Dagný ST 13. Smíðaður hjá Skipaviðgerðum h/f í Vestmannaeyjum árið 1971. Eik og fura, 14 brl. 150 ha. Scania díesel vél. Ný vél var sett í bátinn árið 1981, 182 ha. Scania vél. Æði mörg nöfnin hefur þessi bátur borið en þau eru.; Dagný RE 113, Ásdís ÞH 48, Ásdís SH 300, Ingi GK 148, Húni ÍS 68, Sævaldur EA 203, Tindur ÍS 106, Auðunn ÍS 110, Bragi GK 30, Jörundur Bjarnason BA 10, Ingi ÍS 148 og fyrsta nafnið sem hann bar var Ingi GK 148.

                                                                             (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 13 júlí 2014.
Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1367
Gestir í gær: 170
Samtals flettingar: 1607859
Samtals gestir: 424506
Tölur uppfærðar: 20.10.2019 01:00:46