27.03.2016 12:38

Flakið af togaranum Óla Garða GK 190.

Í Fossvoginum í Reykjavík má sjá flak af gömlu skipi. Eru það leyfarnar af togaranum Óla Garða GK 190 sem var rifinn þarna á árunum 1954-55. Togarinn hét upphaflega Otur RE 245, en var seldur til Hafnarfjarðar árið 1938 og hét Óli Garða GK 190. Flakið kemur vel upp um fjöru og hægt að ganga þangað þurrum fótum. Það er alveg þess virði að skoða það því þetta eru einu leyfar gömlu togaranna sem sjáanlegar eru hér á landi.


Flakið af Óla Garða GK í Fossvoginum.


Það er nú lítið annað eftir en hluti af botni hans.


Botn togarans.


Botn togarans.


Flak Óla Garða GK.


Það fer nú ekki mikið fyrir flakinu frá göngustígnum séð, sem liggur þarna við norðanverðan voginn.


Otur RE 245. LCJR / TFOD. Smíðaður í Lehe í Þýskalandi árið 1921. Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.


Óli Garða GK 190 í ólgusjó.                                                                 Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

                                                                 (C) Myndir af flakinu: Þórhallur S Gjöveraa. 5 ágúst 2013.
Flettingar í dag: 1575
Gestir í dag: 346
Flettingar í gær: 3151
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1957383
Samtals gestir: 495459
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 08:38:16