04.04.2016 21:14

E.s.Ottó Wathne.

Ottó Wathne var smíðaður í Noregi árið 1906. 546 brl. Gufuvél, stærð ókunn. Eigendur voru erfingjar Ottós Wathne á Seyðisfirði frá 3 apríl 1906. Skipið var í áætlunarferðum frá Seyðisfirði til Evrópu. Skipið strandaði 6 júní árið 1906 við Siglunes í annari ferð sinni. Áhöfn og farþegar björguðust en skipið eyðilagðist á strandstað.


Eimskipið Ottó Wathne.                                                                                  Ljósmyndari óþekktur.


Flakið af Ottó Wathne á strandstað við Siglunes í júní 1906.                   Mynd: Þjóðminjasafn Íslands.

Félagið, O Wathne erfingjar tók í fyrsta sinn í notkun skip,sem sérstaklega var smíðað til Íslandsferða. Þetta var tæplega 600 brúttótonna skip sem gat rúmað um 200 farþega. Því var lýst sem "et ualminnelig vakkert fartöy, med praktisk og komfortabel innredning." Skipið var nefnt Otto Wathne, og það fór frá Kaupmannahöfn í sína fyrstu Íslandsferð 5 apríl 1906. Í annari ferð skipsins, 6 júní var það á leið frá Siglufirði til Skagastrandar en lenti þá í hafís og varð að snúa við. Ekki tókst þá betur til en svo, að skipið steytti á skeri og sat þar. Áhöfn og farþegar komust í báta, en skipið brotnaði í íllviðrum, sem gerði eftir strandið. Félagið sendi björgunarskip frá Noregi en það kom of seint. Flaggskipið var ónýtt.

Heimild: Póstsaga Íslands 1873-1935. Heimir Þorleifsson.
Flettingar í dag: 379
Gestir í dag: 130
Flettingar í gær: 713
Gestir í gær: 269
Samtals flettingar: 1920024
Samtals gestir: 486820
Tölur uppfærðar: 9.7.2020 23:05:03