09.04.2016 09:25

Fleetwood togarar í Reykjavíkurhöfn árið 1933.

Fleetwood togararnir Daily Chronicle FD 69 og Wellvale FD 140 voru í fylgdarliði flugkappans og flugmálaráðherra Ítala, Italo Balbo (1896-1940), en flugsveit hans lenti á sundunum við Reykjavík eftir sex stunda flug frá Londonderry á N-Írlandi, 5 júlí 1933. Daily Chronicle FD 69 var smíði no: 382 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1918. 281 brl. 87 ha. 3 þjöppu gufuvél frá Amos & Smith Ltd í Hull. Hét fyrst Richard Bacon LO 438 og var í þjónustu breska sjóhersins fram yfir 1920. Togarinn var seldur í brotajárn og rifinn hjá Thos. W. Ward Ltd í Sheffield á Englandi árið 1954. Wellvale FD 140 var smíðaður hjá Canadian Vickers Ltd í Montréal Canada árið 1917 fyrir bresku flotastjórnina. 271 brl. 86 ha. 3 þjöppu gufuvél. Hét fyrst James Seckar. Togaranum var sökkt af Þýska kafbátnum U-35,12 september 1939 við Hebrideseyjar vestur af Skotlandi. Áhöfnin, 12 menn fórust með honum. Togararnir voru í eigu Boston Deep Sea Fishing & Co Ltd í Fleetwood þegar þeir voru leigðir Ítalska ríkinu.


Togararnir Daily Chronicle FD 69 og Wellvale FD 140 ásamt fleiri skipum í Reykjavíkurhöfn í júní 1933.
Ljósmyndina tók óþekktur þýskur ferðamaður.                                           Mynd úr safni mínu.
Flettingar í dag: 1869
Gestir í dag: 393
Flettingar í gær: 3151
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1957677
Samtals gestir: 495506
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 10:10:48