11.04.2016 10:11

Hermóður. Vitaskip. LCGB / TFHA.

Hermóður var smíði no: 265 hjá Hall Russell & Co Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1891. 113 brl. 250 ha. 2 þjöppu gufuvél. Var smíðaður sem togari, hét fyrst North Breeze og var í eigu Wm. Pyper í Aberdeen. Árið 1910 er hann kominn í eigu North Line Steam Fishing Co Ltd í Aberdeen. Seldur árið 1914, Gadud Fabrikker í Gautaborg Svíþjóð, hét Rosa. Seldur til Álasunds í Noregi árið 1916, hét Elna. Seldur 1918, Bjergningskompani S/S í Álasundi og gerður að björgunarskipi þar. Hét Gard. Seldur Ríkissjóði Íslands (Vitastofnun) árið 1923. Fékk nafnið Hermóður og kom til Djúpavogs 20 júní 1924 eftir miklar endurbætur í Noregi. Var í þjónustu Vitastofnunar og síðar Vita og hafnarmálastofnunar til ársins 1947, er skipinu var lagt. Talið ónýtt og tekið af skrá 15 október 1948. Skipið lá um tíma í Fossvoginum en var síðan dregið upp í Hvalfjörð og endaði í Brynjudalsvogi og sennilega rifið þar árið 1949.


Hermóður á siglingu á Hesteyrarfirði í Jökulfjörðum.                         Ljósm: Leó Alexander Gunnarsson.
Flettingar í dag: 493
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 998
Gestir í gær: 308
Samtals flettingar: 1921544
Samtals gestir: 487287
Tölur uppfærðar: 11.7.2020 19:52:00