16.04.2016 08:40

E.s. Skálholt. NJLV.

E.s. Skálholt var smíði no: 83 hjá Nylands Mekaniske Verksted í Ósló (old Christiania) í Noregi árið 1892. 542 brl. gufuvél, stærð ókunn. Fyrsti eigandi var Meinich. J. & Co. D/S Signe í Osló (old Christiania) í Noregi. Skipið hét Vardö og var systurskip E.s Hóla. Skipið var selt 17 febrúar árið 1898, Det Forende Dampskibs Selskab (D.F.D.S) í Kaupmannahöfn (Sameinaða Gufuskipafélagið), hét Skálholt. Skipið var í strandferðum á vegum Sameinaða við Ísland og einnig í ferðum milli Danmerkur og Íslands. Skálholt strandaði við eyjuna Sylt í Slésvík og Holsetalandi (Þýskalandi) 9 nóvember 1917 þegar það var á leið frá Methil í Skotlandi til Nakskov á Sjálandi í Danmörku með kolafarm. Skipið eyðilagðist á strandstað. Engar upplýsingar fundið um afdrif áhafnar skipsins.


E.s. Skálholt.


E.s. Skálholt. Mynd á gömlu póstkorti.                                             (C) Handels & Söfartsmuseets.dk
Flettingar í dag: 1324
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 695
Gestir í gær: 237
Samtals flettingar: 1779772
Samtals gestir: 459937
Tölur uppfærðar: 26.2.2020 09:55:23