04.05.2016 09:49

E.s. Botnia. NFBQ / OXUB.

Botnia var smíðuð hjá Löbnitz & Co Ltd í Renfrew í Skotlandi árið 1891. Smíðanúmer 364. 1.032 brl. 1.050 ha. 3 þjöppu gufuvél (158 nHK 1.050 iHK triple expansion). Eigandi skipsins var Det Forende Dampskibs Selskab (D.F.D.S) Sameinaða gufuskipafélagið í Kaupmannahöfn frá 24 nóvember 1891. Skipið var endurbyggt og lengt hjá B&W Kjöbenhavns Flydedok & Skibswærft í Kaupmannahöfn árið 1904, mældist þá 1.206 brl. Skipið var aftur endurbyggt og lengt árið 1909 á sama stað (B&W), mældist þá 1.322 brl. Botnia var í áætlunarferðum á vegum sameinaða á milli Íslands og Kaupmannahafnar með viðkomu á höfnum landsins. Skipið var selt 23 mars 1935, Hughes Bolcow Shipbreaking Co í Blyth á Englandi og rifið þar sama ár. 


E.s. Botnia, sennilega í upphaflegu útliti.


E.s. Botnia, sennilega eftir allar umbæturnar.                     (C) Myndir:  Handels & söfartsmuseets.dk
Flettingar í dag: 830
Gestir í dag: 237
Flettingar í gær: 818
Gestir í gær: 235
Samtals flettingar: 1538876
Samtals gestir: 415629
Tölur uppfærðar: 19.9.2019 18:59:45