09.05.2016 08:22

Gulltoppur RE 247. LCJT / TFBC.

Gulltoppur RE 247 var smíðaður hjá Unterweser í Wesermunde (Lehe) í Þýskalandi árið 1921. Eigandi frá 1922 var Sigfús Blöndahl í Reykjavík, smíðanúmer 187. 316 brl. 600 ha. 3 þjöppu gufuvél. Skipið var selt 1924, h/f Sleipni í Reykjavík. (Andri RE 95, upplýsingar vantar). Seldur 20 mars 1928, h/f Andra á Eskifirði, hét Andri SU 493. Seldur í nóvember 1932, Bergi h/f í Hafnarfirði, hét Andri GK 95. Skipið var selt 3 maí 1937, Ólafi Jóhannessyni & Co h/f á Patreksfirði, hét þar Vörður BA 142. 8 ágúst 1942 var h/f Vörður á Patreksfirði skráður eigandi. Togarinn var seldur til Færeyja 24 mars árið 1947. Hét þar Hoddaberg. Talinn ónýtur og rifinn í Drelnes í Trangilsvogi í Færeyjum árið 1955.


Gulltoppur RE 247 á siglingu.                                         Ljósmyndari óþekktur, mynd í minni eigu.
Flettingar í dag: 464
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 608
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 1459823
Samtals gestir: 397815
Tölur uppfærðar: 25.6.2019 19:45:35