10.05.2016 08:48

E.s. Á. Ásgeirsson.

E.s. Á. Ásgeirsson var smíðaður í Renfrew í Skotlandi árið 1869. 849 brl. Gufuvél, stærð ókunn. Ásgeir G Ásgeirsson kaupmaður á Ísafirði keypti skipið árið 1894. Þetta mun hafa verið fyrsta vélknúna millilandaflutningaskip í eigu Íslendinga. Síðar komst það í eigu Ásgeirsverslunar á Ísafirði. Heimahöfn skipsins var alla tíð Kaupmannahöfn. Skipið kom fyrst til landsins 8 maí 1894 og hóf þá ferðir milli Íslands og Evrópulanda og flutti einkum vörur til og frá Ásgeirsverslun á Ísafirði. Sigldi oft með saltfisk til Spánar og annarra Miðjarðarhafslanda og flutti salt og ýmsar aðrar vörur heim. Á. Ásgeirsson sigldi einnig mikið milli hafna erlendis.Skipið var selt til Abo í Finnlandi 5 mars árið 1915. Fórst á tundurdufli í Finnska flóanum 2 eða 3 árum síðar. Engar upplýsingar um afdrif áhafnarinnar.


Gufuskipið Á. Ásgeirsson á pollinum á Ísafirði.          Ljósm: Björn Pálsson. Ljósmyndasafnið á Ísafirði.

Heimild: Héraðsskjalasafnið á Ísafirði.
Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 483
Gestir í gær: 151
Samtals flettingar: 1657106
Samtals gestir: 431331
Tölur uppfærðar: 17.11.2019 00:30:41