20.05.2016 01:01

Cape Race í slippnum í Reykjavík.

Cape Race var smíðaður hjá Shipyard of George T Davie & Sons í Quebec í Kanada árið 1963 sem djúpsjávartogari sem stundaði veiðar við Labrador og á miðunum við Nýfundnaland. Hann var gerður út frá Halifax á Nýfundnalandi. Er í dag rannsóknar og farþegaskip á norðurslóðum. Skipið er 110 ft á lengd og er með 3.512 ha. Caterpillar vél (1996). Skipið getur siglt um 7.000 mílur án þess að taka olíu. Skipið er skráð í New York. Cape Race er búinn að liggja í Sundahöfn síðan í september. Lítið annað veit ég um þetta skip. Tók þessar myndir af skipinu í dag í slippnum. Hann er fallegur skrokkurinn á honum.


Cape Race í slippnum í Reykjavík.


Cape Race.


Cape Race.


Cape Race.


Cape Race.                                                              (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 19 maí 2016.

P.S. Ég læt þessar myndir njóta sín hér á síðunni fram yfir helgi, þar sem ég er að fara vestur í hina rómuðu paradís, Flatey á Breiðafirði. Óska ykkur öllum sem þetta lesa góðrar helgar.


Flettingar í dag: 1677
Gestir í dag: 321
Flettingar í gær: 687
Gestir í gær: 260
Samtals flettingar: 1861756
Samtals gestir: 478893
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 20:55:05