01.06.2016 10:11

Muninn. LCFT.

3 mastra skonnortan Muninn var smíðaður í Tottenville í New York í Bandaríkjunum árið 1911. 216 brl. Vélarlaus. Skipið var áður rannsóknarskip í norðurhöfum, hét James Bluett. h/f Kveldúlfur í Reykjavík eignast skipið 25 janúar 1917. Muninn var slétttoppari og sérlega hraðskreitt skip af seglskipi að vera. Skipið var aðallega í saltfiskflutningum fyrir Kveldúlf til Spánar og annara Miðjarðarhafslanda og flutti salt og ýmsar aðrar vörur heim. Jón Guðmundsson skipstjóri í Reykjavík, síðar á Akureyri, og fl. keyptu skipið af Kveldúlfi snemma á árinu 1924 og hlaut þá nafnið Veiðibjallan. Þeir létu skrá það sem fiskiskip. Veiðibjallan var gerð út til fiskveiða fyrst í stað, en var síðan höfð í flutningum milli Íslands og Evrópulanda. Veiðibjallan strandaði á Breiðamerkursandi 14 nóvember 1925. Einn skipverji drukknaði og tveir urðu úti á leið til bæja.


Muninn í slipp í Reykjavík.                                                                        Ljósm: Magnús Ólafsson.


Muninn á Viðeyjarsundi.                                          Ljósmyndari óþekktur, mynd í Íslensk skip 3 bindi.


Málverk af Muninn.                                                                                                  Málari óþekktur.
Flettingar í dag: 422
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1540486
Samtals gestir: 415912
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 10:36:05