09.06.2016 10:29

E.s. Snæfell. TFCM.

Snæfell var smíðað í Stavanger í Noregi árið 1901. 751 brl. 500 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi var Útgerðarfélagið K.E.A. h/f á Akureyri frá 16 febrúar 1935. Skipið hét áður Kongshaug og var norskt vöruflutningaskip sem hafði strandað við Siglufjörð, 27 október árið áður. Eftir viðgerð í Noregi var skipinu gefið nafnið Snæfell og haft til vöruflutninga fyrir kaupfélagið (K.E.A.). Snæfell var selt úr landi 5 júní árið 1941.


E.s. Snæfell á pollinum á Akureyri.                                                 (C) Mynd: Minjasafnið á Akureyri.

       Flutningaskipið "Kongshaug" strandar.

 Norska flutningaskipið "Kongshaug" lá á höfninni og var nýbúið að lesta 6000 tunnur af matjesíld frá "Sambandi íslenzkra matjesíldarframleiðenda" og átti að fara til Gdynia í Póllandi. Það sleit upp í nótt og rak upp á land á Skútufjörum, sem eru austan fjarðar, beint á móti hafnarbryggjunni. [Samkvæmt skeyti til Sjóvá- tryggimgarfélags íslands, er talið að skipið muni ekki nást út.] Menn voru allir um borð í skipinu, en talið er, að þeir séu ekki í neinni hættu, og ekki talið líklegt, sem stendur, að farmurinn muni eyðileggjast, ef veður lægði bráðlega. Farmurinn var vátryggður hjá Sjóvátryggingarfélaginu fyrir 200 þúsumd krónur.

Alþýðublaðið 28 október 1934.


Flettingar í dag: 7676
Gestir í dag: 243
Flettingar í gær: 723
Gestir í gær: 145
Samtals flettingar: 1548463
Samtals gestir: 416216
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 20:22:31