29.07.2016 09:37

832. Sæfaxi NK 102. TFUK.

Sæfaxi NK 102 var smíðaður í Svíþjóð (Halsö ?) árið 1946. Eik 90 brl. 260 ha. Atlas díesel vél. Eigandi var Ríkissjóður Íslands frá 20 september 1947. Selt 2 maí 1950, Goðaborg h/f í Neskaupstað, hét Goðaborg NK 1. Skipið var selt 26 febrúar 1953, Ásgeiri Bergssyni og Hauki Ólafssyni í Neskaupstað. Ný vél, 435 ha. Deutz díesel vél var sett í skipið árið 1959. Selt 29 september 1960, Samvinnufélagi Útgerðarmanna í Neskaupstað, hét Hafalda NK 20. Skipið var selt 13 júní árið 1962, Garðari Lárussyni útgerðarmanni í Neskaupstað, skipið hét Sæfaxi NK 102. Frá því í mars árið 1967 var Sigfús Johnsen í Vestmannaeyjum talinn eigandi skipsins. Skipið sökk eftir árekstur við Mjölni GK 323 út af Alviðruhömrum, 26 júlí 1968. Áhöfnin bjargaðist um borð í gúmmíbjörgunarbát og þaðan um borð í Mjölni.


Sæfaxi NK 102 á Norðfirði.                                                                        Ljósm: Jóhann Zoega.


Sæfaxi NK 102 á síldveiðum sumarið 1964.                                              Ljósm: Sófus Gjöveraa.

  Sæfaxi sökk eftir árekstur

          suður af Alviðruhömrum - Mannbjörg varð

TOGBÁTURINN Sæfaxi NK 102 frá Vestmannaeyjum sökk um 2,5 sjómílur suður af Alviðruhömnum um tiuleytið í fyrrakvöld. Mannhjörg varð. Sæfaxi var á Ieið á miðin, þegar togbáturinn Mjölnir GK 232 frá Vestmannaeyjum sigldi á miðja bakborðssíðu hans og gekk stefni Mjölnis allt inn að lestarlúgu. Áhöfn Sæfaxa fór 'tafaraust í björgunarbáta og tókst skipstjóranum, Sævari Benónýsyni, rétt að senda út neyðarkall og bjarga skipsskjölunum. Gott sjóveður var  á þessum slóðum  þegar óhappið varð, en þoka.  Áhöfn Sæfaxa var tekin um borð í Mjölni, sem kom til Vestmannaeyja um klukkan 6 í gærmorgun og hófust sjóparóf þar í gær. Þau stóðu enn yfir, þegar blaðið fór í prentun. Sæfaxi NK 102 var eikarbátur, smíðaður í Svíþjóð 1946, 101 brúttólest að stærð. Sigfús Johhnsen keypti bátinn frá Neskaupstað sl. ár og gerði hann út. Sæfaxi kom inn til Vestmannaeyja með 25 tonn í fyrradag og hélt aftur á miðin í fyrrakvöld. Mjölnir GK 323 er 80 brúttólesta eikarbátur, smíðaður í Svíþjóð 1948 og er Kristján Gíslason í Vestmannaeyjum núverandi eigandi hans, en skipstóri er Friðrik Friðriksson.

Morgunblaðið. 28 júlí 1968.


Flettingar í dag: 1577
Gestir í dag: 399
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1964029
Samtals gestir: 497393
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 15:09:04