02.08.2016 10:02

116. Hvalur 7 RE 377. TFJK.

Hvalur 7 RE 377 var smíðaður hjá Smiths Dock & Co Ltd í South Banks í Middlesborough á Englandi árið 1945 fyrir Hvalveiðifyrirtækið, The South Georgia Company (Christian Salvesen & Co) í Leith í Skotlandi. Skipið hét fyrst Southern Wilcox. 427 brl. 2.102 ha. 3 þjöppu gufuvél. Hvalur h/f á Miðsandi í Hvalfirði eignast skipið 25 ágúst árið 1961 og fær þá nafnið Hvalur 7 RE 377. Aðfaranótt 9 nóvember árið 1986 brutust tveir félagar í umhverfissamtökunum Sea Shepherd inn í Hvalstöðina á Miðsandi í Hvalfirði og unnu þar mikil skemmdarverk á tækjum og búnaði og sökktu svo um nóttina tveimur hvalbátum, þeim Hval 6 RE 376 og Hval 7 RE 377 við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Þótt hvalveiðar legðust af í rúma tvo áratugi (1989), var hvalstöðinni og skipunum haldið vel við. Hvalveiðar hófust að nýju árið 2009, en á þessu ári, 2016 eru engar veiðar fyrirhugaðar. Hval 6 og Hval 7 var lagt fyrir nokkrum árum og liggja þeir upp í fjöru rétt innan við Hvalstöðina í Hvalfirði.


Hvalur 7 RE 377 á siglingu.                                               Ljósm; Snorri Snorrason. Mynd í minni eigu.


Southern Wilcox.                                                                                                     Mynd frá Lartex.


Hvalur 7 RE 377 á endastöð ásamt Hval 6 RE 376 rétt innan við Hvalstöðina í Hvalfirði.
                                                                                  (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa. 3 ágúst 2015.
Flettingar í dag: 653
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1170
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 720550
Samtals gestir: 53513
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 09:37:54