09.08.2016 11:44

Þuríður sundafyllir ÍS 452. LBMV / TFLE.

Þuríður sundafyllir ÍS 452 var smíðuð í Selby á Englandi árið 1922. 98 brl. 220 ha. 2 þennslu gufuvél. Hét áður Colutea. Eigendur voru Sigurður Þorvarðsson og Þorvarður Sigurðsson í Hnífsdal frá 25 apríl 1925. Skipið var selt 28 maí 1927, Ludvig C Magnússyni og Ingvari Benediktssyni í Reykjavík, hét þá Þuríður sundafyllir RE 271. Selt 31 desember 1930, h/f Fjölni í Reykjavík, skipið hét Fjölnir RE 271. Skipið var selt 7 mars 1933, h/f Fjölni á Þingeyri, hét Fjölnir ÍS 7. Frá árinu 1941 mælist skipið 123 brl. Fjölnir fórst á leið frá Íslandi til Englands eftir árekstur við breskt skip, Lairdsgrove, undan ströndum Írlands 10 apríl 1945. 5 menn fórust en 5 mönnum var bjargað um borð í breska skipið.


Línuveiðarinn Þuríður sundafyllir ÍS 452.                                                   Ljósmyndari óþekktur.

                Línuveiðarinn Fjölnir ferst. 

Þann 9. apríl síðastliðinn,  fórst línuveiðarinn Fjölnir frá Þingeyri, er hann varð fyrir árekstri erlends skips undan ströndum Englands. Fjölnir var á leið frá Vestmannaeyjum hlaðinn fiski. Var þettla fyrsta ferð hans út á þessu ári, því að hann var nýkominn úr langri viðgerð. Ferðin gekk að óskum, þar til kl. 11 að kvöldi þess 9. apríl, að skipverjar sáu allt í einu ljós á skipi og í sama mund rákust skipin á, og var þó  Fjölnir með öll lögleg ljós. Skipið, sem árekstrinum olli, lagði Fjölni þegar á hliðina, svo að hann sökk samstundis. Skipverjar munu allir hafa hent sér í sjóinn, er þeir sáu hversu fara myndi, nema einn eða tveir, er ekki munu hafa komizt frá skipinu. Björgunarfleka skipsins skaut brátt upp, er Fjölnir var sokkinn og lýsti þá Ijós flekans. Fjórir skipverjanna, er syndir voru, komust upp á flekann, og stýrimanninum, er var ósyndur, tókst einnig að bjarga þangað. Hið erlenda skip var stöðvað þegar eftir áreksturinn Og skotið út báti af því til að bjarga skipbrotsmönnunum. Var siðan leitað á slysstaðnum, en árangurslaust. Hið erlenda skip reyndist vera Lorids Grovve frá Glasgow,  2000 rúml. að stærð. Fyrst var farið með skipbrotsmennina til Londonderry og fengu þeir þar hinar beztu viðtökur á sjómannaheimilinu, en þaðan fóru þeir svo samdægurs til Fleetwood. Af skipshöfninni fórust þessir menn: Gísli Gíslason, háseti, frá ísafirði, f. 19. Júní 1914. Guðmundur Ágústsson, kundari, frá Sæbóli í Aðaldal, f. 21. apríl 1922. Magnús G. Jóhannsson, matsveinn, Þingeyri, f. 25. júní 1922. Pétur Sigurðsson, kyndari, Dýrafirði, f. 25. marz 1918. Pálmi Jóhannesson, háseti, Miðkrika Hvolhreppi, f. 1918. Menn þessir voru allir ókvæntir og einhleypir. Þessir menn björguðust: Jón Sigurðsson, skipstjóri, Reykjavík. Þorkell Þórðarson, 2. vélstjóri, Reykjavik. Steinþór Benjamínsson, stýrimaður, Þingeyri. Jón Gislason, 1. vélstjóri, Reykjavík. Þorlákur Arnórsson, háseti, Ísafirði. Fjölnir var smíðaður í Selby 1922 og var 123 rúml. brúttó. Hann var eign H/f. Fjölnir á Þingeyri. 

Ægir. 38 árg. 1945. 2-4 tbl. 

                           
Flettingar í dag: 500
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 858
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 698897
Samtals gestir: 52775
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:33:25