21.08.2016 09:25

155. Lundey NS 14. TFQL.

Lundey NS 14 var smíðaður hjá Werft Nobisksug G.m.b.H í Rendsburg í V-Þýskalandi árið 1960 sem síðutogari fyrir Guðmund Jörundsson útgerðarmann í Reykjavík, hét Narfi RE 13. 890 brl. 1.900 ha. Werkspoor díesel vél. Skipið var yfirbyggt árið 1974 og breytt í skuttogara. Skráð sem nótaskip árið 1977. Skipið var selt 9 nóvember árið 1980, Hraðfrystihúsi Eskifjarðar h/f á Eskifirði, hét Jón Kjartansson SU 111. Ný vél (1980) 2.880 ha. Alpha díesel vél, 2.118 Kw. Skipið var lengt og endurbyggt 1998, mældist þá 836 brl. Ný vél (1999) 6.690 ha. Wartsiila vél, 4.920 Kw. Árið 2003 var Eskja h/f á Eskifirði eigandi skipsins. Nafni skipsins var breytt árið 2005, hét Guðrún Þorkelsdóttir SU 211. Skipið var selt árið 2006, H.B. Granda h/f í Reykjavík, heitir í dag Lundey NS 14. Skipið var gert út á Loðnu, kolmunna og makrílveiðar frá Vopnafirði sem jafnframt var heimahöfn skipsins. Skipið liggur nú við bryggju á Akranesi og búið að gera það lengi og allsendis óvíst hvað verður um þetta sögufræga skip.


155. Lundey NS 14 í Reykjavíkurhöfn.                                       (C) Þórhallur S Gjöveraa. 16 júlí 2015.


155. Lundey NS 14 í Reykjavíkurhöfn.                                      (C) Þórhallur S Gjöveraa. 16 júlí 2015.


155. Jón Kjartansson SU 111.                                                                           Ljósmyndari óþekktur.


155. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211.                                            Ljósmyndari óþekktur, mynd af netinu.


155. Narfi RE 13 í sínu upphaflega útliti.                                                           (C) Karl Kristjánsson.

            Fyrsta frystiskip Íslendinga

1963 voru sett frystitæki um borð í togarann Narfa RE 13, með veiðar við V-Grænland í huga, því þar var mikið um smáþorsk, sem erfitt var að vinna. Smáþorskurinn var þess vegna heilfrystur og ýmist hausaður eða ekki. Fyrst í stað sigldi Narfi með aflann til Bretlands. Síðar veiðir Narfi fyrir Rússlandsmarkað, en var bolað þaðan út af frystihúsunum vegna þess, að árið 1968 barst mikið af smáfiski á land fyrir norðan. Þá tók þýski markaðurinn við, og fór Narfi nokkra túra þangað. Verðið í Þýskalandi var nokkuð gott, en með auknu framboði frá þýskum frystiskipum hætti Narfi þessum veiðum samfara því hve erfitt var að fá menn í langa túra, sérstaklega eftir metvertíðina 1970.

Sjómannablaðið Víkingur 1 mars 1975.


Flettingar í dag: 552
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 625
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 716940
Samtals gestir: 53307
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 20:47:15