26.08.2016 08:09

E. s. Varanger. LBWP.

Hvalveiðiskipið Varanger var smíðað hjá Akers Mekaniske Verksted í Kristianiu (Osló) árið 1881 fyrir Stokke Interessentskab for Hvalfangst. Smíðanúmer 92. 86,55 brl. 160 ha. 2 þennslu gufuvél. Skipið var selt Hans Ellefsen og hvalveiðifyrirtæki hans árið 1900. Fékk skráningarnúmerið SU 213 þar stuttu síðar. Varanger stundaði hvalveiðar frá Sólbakka í Önundarfirði og einnig frá Asknesi í Mjóafirði, þar til hann var seldur árið 1906,Tang & Riis á Ísafirði og í Stykkishólmi, hét Varanger ÍS 213. Varanger var í póstferðum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur með viðkomu á Vestfjarða, Breiðafjarðar og Faxaflóahöfnum á árunum 1907 til 1913. Flutti þá póst, farþega og vörur. Seldur 27 febrúar 1916 Elíasi Stefánssyni í Reykjavík og Kristjáni Bergssyni á Ísafirði, hét Varanger RE 181( samk.Sjómannaalmanaki frá 1917). Mikill leki kom að skipinu 1 ágúst árið 1926, þar sem það var við síldveiðar á Skagafirði. Var það dregið skemmstu leið í land og rennt á grunn við Skagatá. Mannbjörg varð en Varanger eyðilagðist á strandstað. Eggert Stefánsson á Akureyri var þá eigandi skipsins og hét þá Varanger EA 403.


Hvalveiðiskipið Varanger.                                                                           (C) Slottsfjellsmuseet.


Þessi mynd er tekin 18 júlí 1909 í Stykkishólmi þegar hafskipabryggjan var vígð. Strandferðaskipið Sterling liggur við bryggjuna. Breiðafjarðarbáturinn Varanger vinstra megin við Sterling. Trúlega er það kútter Hvanney BA 9 sem er upp í fjöru í Súgandisey.        (C) Þjóðminjasafn Íslands. 

Varanger RE 181 í bóli við Örfiriseyjargranda. Mynd úr Íslensk skip 4 bindi.         (C) Magnús Ólafsson.                                                                                                                                                                               Breiðafjarðarbáturinn Varanger

Ingólfur Jónsson verslunarstjóri Tang í Stykkishólmi, skrifar Stjórnarráðinu í desember árið 1905, og til þess að vinnuveitendur hans fengju samning um Breiðafjarðarsiglingar hafði hann sterkustu orðin um bátinn sem nota átti til siglinganna. Báturinn hét Varanger og var um þessar mundir á Önundarfirði, fyrrverandi hvalveiðibátur. Hann var 87 brúttótonn og hafði verið gerður upp og settur í hann nýr gufuketill fyrir tveimur árum með ærnum kostnaði. Varanger hafði tvö farþegarúm, framan og aftan til og rist um tíu fet. Varanger var seldur til Reykjavíkur 1913-14.

Heimild: Póstsaga Íslands. 1873-1935. Heimir Þorleifsson. Útg. 2004.
Flettingar í dag: 788
Gestir í dag: 364
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 485
Samtals flettingar: 2398553
Samtals gestir: 624722
Tölur uppfærðar: 28.9.2021 12:53:40