30.08.2016 10:09

173. Sigurður Ólafsson SF 44. TFVX.

Sigurður Ólafsson SF 44 var smíðaður í Risör í Noregi árið 1960 fyrir Guðmund Runólfsson Grafarnesi, Guðmund Kristjánsson og Jón Kristjánsson í Eyrarsveit Snæfellssýslu. Hét fyrst Runólfur SH 135. 115 brl. 300 ha. Wichmann díesel vél. Skipið var endurmælt í júní 1969 og mældist þá 104 brl. Selt 30 desember árið 1970, Haferninum h/f á Akranesi, hét Sigurvon AK 56. Skipið var selt 28 apríl 1975, Konráð Júlíussyni í Stykkishólmi, skipið hét Sigurvon SH 35. Ný vél (1977) 640 ha. Samofa díesel vél. Selt 4 janúar 1978, Sigurði s/f í Stykkishólmi, hét Sigurður Sveinsson SH 36. Skipið var selt 10 nóvember 1980, Sigurði Ólafssyni h/f á Höfn í Hornafirði, heitir Sigurður Ólafsson SF 44. Ný vél (1983) 640 ha. Mitsubishi vél, 471 Kw. Skipið var lengt og yfirbyggt árið 1987, mældist þá 124 brl. Ný vél (2006) 650 ha. Mitsubishi díesel vél, 478 Kw. Skipið er nú í eigu Sigurðar Ólafssonar ehf á Höfn í Hornafirði.


Sigurður Ólafsson SF 44 kominn úr slipp nýmálaður.               (C) Þórhallur S Gjöveraa. 29 ágúst 2016.


Sigurður Ólafsson SF 44 í slippnum í Reykjavík.                     (C) Þórhallur S Gjöveraa. 27 ágúst 2016.


Sigurður Ólafsson SF 44 við Grandagarð á leið í slipp.            (C) Þórhallur S Gjöveraa. 18 ágúst 2016.
Flettingar í dag: 788
Gestir í dag: 364
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 485
Samtals flettingar: 2398553
Samtals gestir: 624722
Tölur uppfærðar: 28.9.2021 12:53:40