12.09.2016 10:01

195. Snæfell EA 740. TFCM.

Snæfell EA 740 var smíðað hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1943. Eik 165 brl. 434 ha. Ruston díesel vél. Eigandi Snæfells var Útgerðarfélag KEA á Akureyri frá maí 1943. Ný vél (1962) 600 ha. Wichmann díesel vél. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 22 október árið 1974.

 
Snæfell EA 740 sjósett í maí 1943.                                                           (C) Minjasafnið á Akureyri.
 
Snæfellið sökk í höfn á Akureyri. Skipið lá utan á togaranum Harðbak EA 3, sem var svo stuttu síðar seldur af landi brott í brotajárn.                                                                    (C) Örlygur Ingólfsson.
 
195. Snæfell EA 740. Módel.                                                      (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.

        Aflaskipinu Snæfelli sökkt á rúmsjó
Í fyrradag var aflaskipinu Snæfelli EA 740 sökkt á Grimseyjarsundi en það hafði legið utan á einum af siðustu siðutogurunum, Harðbaki EA 3, í Akureyrarhöfn í nokkur ár. Snæfell, var síldarbátur sem smíðaður var í Skipasmiðaslöö KEA árið 1943 og hafði verið áhugi á að endurbyggja það og þeir sem vildu gangast fyrir þvi var boðið skipið til eignar. Ekki varð úr framkvæmdum og sökk skipið fyrir nokkru í höfninni, rúið öllum tækjum. Var þá gripið til þess ráðs að draga það út á rúmsjó og sökkva þvi þar eins og fyrr sagði.

Þjóðviljinn 23 september 1978.

Flettingar í dag: 893
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 1170
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 720790
Samtals gestir: 53525
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:58:57