18.09.2016 10:34

B. v. Kári RE 111. LCJG / TFQD.

Kári RE 111 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1920 fyrir Fiskiveiðahlutafélagið Kára í Viðey í Gullbringusýslu. 344 brl. 600 ha. 3 þennslu gufuvél. Smíðanúmer 425. Hét fyrst Kári Sölmundarson RE 153. Þegar Kárafélagið flytur aðstöðu sína úr Reykjavík út í Viðey fær togarinn skráninguna GK 153. Frá 12 janúar árið 1932 var Útvegsbanki Íslands eigandi skipsins eftir að Kárafélagið í Viðey fór í þrot. Hét þá Kári Sölmundarson RE 153. Selt 19 nóvember 1932, Fiskiveiðahlutafélaginu Alliance í Reykjavík, hét Kári RE 111. Seldur 3 ágúst árið 1946, Klaksvíkar Fiskvinnufélag A/S í Klaksvík í Færeyjum, hét þar Barmur KG 363. Togarinn var seldur í brotajárn til Odense í Danmörku árið 1955.


Kári RE 111.                                                                       Ljósmyndari óþekktur. Mynd í minni eigu.

        Þrjú botnvörpuskip og stöðin í Viðey til sölu.

Botnvörpuskipin "Kári Sölmundarson", GK. 153, "Ari", GK. 238 og "Þorgeir skorargeir", GK. 448, eru til sölu. Hverju skipi geta fylgt veiðarfæri og varahlutar, eins og bankinn hefir eignast með skipunum. Til sölu er ennfremur stöð KÁRA-félagsins í Viðey, með bryggjum og öllum áhöldum, eins og bankinn hefir eignast stöðina úr þrotabúi Fiskveiðahlutafélagsins KÁRI. Tilboð í eignir þessar allar sameiginlega eða í hvert skip og stöðina fyrir sig, sendist Útvegsbanka Íslands h.f" Reykjavík, fyrir 15. desember næstkomandi. Reykjavík, 2. desember 1931. 

Vísir 3 desember 1931.

Flettingar í dag: 761
Gestir í dag: 362
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 485
Samtals flettingar: 2398526
Samtals gestir: 624720
Tölur uppfærðar: 28.9.2021 12:30:21