19.10.2016 11:21

Seagull RE 84. LBJQ.

Kútter Seagull RE 84 var smíðaður í Englandi (Hull ?) árið 1887. Eik 86 brl. Eigendur voru Þorsteinn og Björn Guðmundssynir og Hjalti Jónsson skipstjóri (Eldeyjar Hjalti) í Reykjavík frá árinu 1903. Þeir keyptu Kútterinn frá Hull í Englandi. Skipið var lengi í eigu Jes Zimsens kaupmanns í Reykjavík, en var síðast í eigu H.P. Duus verslunar. Seagull var seldur árið 1922, Christian Christiansen í Þórshöfn í Færeyjum, sama nafn. Seldur 1926, Jógvan Johansen í Vestmanna í Færeyjum, hét Seagull VN 219. Seldur árið 1944, p/f Barmi í Miðvági í Færeyjum, hét Seagull VA 146. Seldur árið 1956, Michael Petersen í Saurvogi, sama nafn og númer. Skipinu var lagt og það síðan rifið í Selvík, Færeyjum í júlí árið 1977.


Kútter Seagull RE 84 á Reykjavíkurhöfn.                                                         (C) Magnús Ólafsson.


Kútter Seagull VA 146.                                                                                  (C) www. vagaskip.dk

        Seagull hætt kominn í ofsaveðri

Hinn 3 mars árið 1922 geisaði ofsarok um sunnanvert landið. Þilskipið Seagull, eign Duusverslunar, var statt á miðum úti undan suðurströndinni, þegar rokið skall á. Fékk það á sig brotsjó, sem sópaði öllu lauslegu af þilfari, lagði skipið á hliðina, braut skipsbátinn og fleygði honum á sjó út. Tveir menn slösuðust mjög mikið. Lifði annar af , en hinn lést úr sárum. Hafði annar legið í rúmi sínu, þegar brotsjórinn reið yfir, en lamist harkalega við þiljurnar vegna kasts þess, sem á skipið kom. Hinn varð fyrir eldavél skipsins. Fleiri skipverjar meiddust, þótt minna væri. Seagull lá lengi á hliðinni og varð engri björg komið við í fyrstu, en loks réttist skipið, án þess að meira slys yrði. Komst það til Reykjavíkur, er veðrinu slotaði, með rifin segl og illa til reika að öðru leyti.

Heimildir: Skútuöldin.
              www.vagaskip.dk
              Danskar skipaskrár.
Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 858
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 698925
Samtals gestir: 52775
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:55:06