28.10.2016 09:55

B. v. Fylkir RE 171. TFCD.

Fylkir RE 171 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1958 fyrir Fylki h/f í Reykjavík. Smíðanúmer 930. 642 brl. 1.500 ha. Holmes Werkspoor díesel vél. Skipið var sjósett 8 febrúar 1958 og kom til heimahafnar sinnar, Reykjavíkur hinn 6 júní sama ár. Skipið var selt í janúar 1966, Newington Steam Trawling Co Ltd í Hull, hét þar Ian Fleming H 396. Togarinn strandaði við Havoy í Norður Noregi, 25 desember 1973. 3 menn fórust en 15 mönnum var bjargað. Skipið eyðilagðist á strandstað og sökk þar 5 janúar 1974.


59. Fylkir RE 171 að veiðum 1963-64.                                                           (C) Ingi Rúnar Árnason.


Ian Fleming H 396.                                                                                      Ljósmyndari óþekktur.


Ian Fleming H 396. Málverk.                                                                                          (C) P. Dell.

Fylkir, nýjasti togari Íslendinga  kom til Reykjavíkur í gær

Íslenzka togaraflotanum hefur nú bætzt nýtt og glæsilegt skip, bv. Fylkir RE 171. Togarinn kom til Reykjavikur árdegis í gær, en hann er keyptur af útgerðarfélaginu Fylki h.f. í stað samnefnds skips er félagið átti áður og sökk eftir að tundurdufl hafði sprungið við síðu þess í nóvember 1956.
Togarinn Fylkir er 644 brúttólestir að stærð en nettólestatalan 222. Hann er því álíka stór og nýsköpunartogararnir, en lestarrýmið er þó meira en í þeim flestum, eða samtals 17500 rúmfet. Lengd nýja togarans er I66,5 fet, breidd 32 fet og dýpt 17 fet. Aðalaflvél skipsins er dísilvél af gerðinni Werkspoor, 8 strokka, 1400 hestafla og snúningshraðinn 245 á mín. Ganghraði í reynsluför var 14,2 sjómílur. Vélin er talin mjög sparneytin, meðalganghraði skipsins á heimleiðinni var t.d. 11,5 sjómíla og olíueyðslan á sólarhring 2,5 tonn. Til nýjunga má telja, að aflvélin knýr í 'keyrslu rafal fyrir allt skipið. Fylkir er að sjálfsögðu búinn öllum nýjustu og beztu siglingatækjum: gýróáttavita , sjálfstýringu, ratsjá, tveim dýptarmælum, fisksjá o.s.frv. Loftskeytatæki og öll siglingatækin, nema þau tvö sem fyrst voru talin hér að framan, eru smíðuð í Englandi og er Fylkir fyrsti íslenzki togarinn sem smíðaður er eftir stríðið og búinn slíkum enskum tækjum.
 Á togaranum er einn björgunarbátur af venjulegri gerð og rúmar hann alla skipshöfnina í einu, en auk þess eru um borð gúmbjörgunarbátar sem rúma myndu tvær skipshafnir ef til kæmi. Björgunarbátinn, hinn stærsta, á að vera hægt að setja út á 20 sekúndum. Fylkir er smíðaður í Beverley í Englandi, í sömu skipasmíðastöðinni og á  sama sleðanum og gamli Fylkir. Smíðin hófst í september 1957; Skipstjóri á Fylki er Auðunn Auðunsson, 1. stýrimaður Helgi Ársælsson og 1. vélstjóri Viggó E. Gíslason. Togarinn mun halda á ísfiskveiðar fyrir innanlands markað.

Þjóðviljinn 7 júní 1958.


Flettingar í dag: 510
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 906
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 719237
Samtals gestir: 53451
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 11:27:49