02.11.2016 10:13

Arthur & Fanny. LBWV / TFNG.

Kútter Arthur & Fanny var smíðaður í Grimsby á Englandi árið 1883 fyrir William Grant í Cleethorpes í Grimsby. Eik og fura. 46 brl. Eigandi var Leonhard Tang á Ísafirði frá 23 febrúar 1899. Tang gerði skipið út á hákarlaveiðar um tíma og mun það vera eitt af síðustu skipunum sem þær veiðar stunduðu hér við land. Var svo gert út til þorskveiða. Skipstjóri var lengst af Þorbergur Steinsson frá Dýrafirði. 7 maí árið 1907 voru skráðir eigendur Leonhard Tang & Sön á Ísafirði, fær þá skráningarnúmerið ÍS 29. Vél var sett í skipið 1923, 84 ha Tuxham vél. Skipið var selt 22 júlí 1926, h/f Djúpbátsfjelaginu á Ísafirði, hét Arthur & Fanny RE 259. 10 janúar 1929 var skráningarnúmeri skipsins breitt í ÍS 499. 10 mars 1936 var skráður eigandi útibú Útvegsbankans á Ísafirði. Ný vél (1939) 110 ha. June Munktell vél. Selt 3 ágúst 1940, Kristjáni Tryggvasyni á Akureyri, hét Arthur & Fanny EA 658. Selt 6 júní 1941, Óskari Halldórssyni Kothúsum, Garði í Gullbringusýslu, hét Arthur GK 374. Selt 14 mars 1945, Milly h/f á Siglufirði, hét Milly SI 81. Selt 3 júní 1958, Gunnari Halldórssyni h/f á Raufarhöfn og Leifi Zakaríassyni í Reykjavík, hét Milly RE 39. Talið ónýtt og tekið af skrá 18 ágúst 1964.


Arthur & Fanny.                                                                                      Ljósmyndari óþekktur.


Arthur & Fanny á siglingu með farþega.                                                     Ljósmyndari óþekktur.


Milly RE 39.                                                                                              (C) Snorri Snorrason.

       Djúpbáturinn Arthur & Fanny

Á meðal þeirra skipa sem notuð voru til áætlunarferða á Ísafjarðardjúpi á 3 og 4 áratugnum, var gamla hákarlaskipið Arthur & Fanny sem gekk fyrir steinolíuvél. Einn forráðamanna Djúpbátsfélagsins lýsir þessum bát svo árið 1930, að hann sé bæði úreltur og óhentugur, enda hafi hann aðeins eitt farrými, lúkar, sem rúmi aðeins 15 farþega. Þetta eina farþegarúm er hið sama og , sem áhöfninni er ætlað, með þeim afleiðingum, að áhöfnin komist mjög sjaldan í koju, því hún verði yfirleitt að láta sjúklingum og sjóveiku fólki rúm sín eftir. Þetta sé þeim mun verra sem nú sé oftar siglt bæði á nóttu og degi. Þá var báturinn eyðslufrekur og ekki bara á steinolíu heldur líka á vatn.

Heimild: Póstsaga Íslands 1873-1935. 
Flettingar í dag: 70
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 975
Gestir í gær: 205
Samtals flettingar: 1535661
Samtals gestir: 414776
Tölur uppfærðar: 16.9.2019 01:58:44