03.11.2016 08:39

224. Viktoría RE 135. TFMP.

Viktoría RE 135 var smíðuð í Halsö í Svíþjóð árið 1946. Eik. 102 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Viktoría h/f í Reykjavík frá 30 nóvember 1946. Ný vél (1960) 465 ha. Lister díesel vél. 12 október árið 1962 er skipið skráð í Þorlákshöfn, sami eigandi en skipið hét Þorlákur ÁR 5. Skipið var endurmælt í febrúar 1966, mældist þá 85 brl. Selt 31 desember 1970, Auðbjörgu h/f í Þorlákshöfn, hét Fengur ÁR 55. Selt 26 mars 1973, Gunnari Jónassyni í Ólafsvík og Guðmundi Jónassyni, Lýsuhóli, Staðarsveit í Snæfellssýslu, hét Fengur SH 18. Skipið sökk 16 maí 1975, var að koma frá Reykjavík til Ólafsvíkur er skyndilega kom mikill leki að skipinu. Vélskipið Jón Jónsson SH 187 frá Ólafsvík var með feng í togi er hann sökk. Áhöfn Fengs, 9 mönnum, var bjargað um borð í Jón Jónsson SH.


Viktoría RE 135.                                                                                   (C) Sigurgeir B Halldórsson.


Þorlákur ÁR 5.                                                                                            Mynd úr Íslensk skip.
Flettingar í dag: 729
Gestir í dag: 246
Flettingar í gær: 408
Gestir í gær: 137
Samtals flettingar: 1920782
Samtals gestir: 487073
Tölur uppfærðar: 10.7.2020 18:27:05