04.11.2016 10:57

Hringur SI 1. LBWM. / TFKE.

Hringur SI 1 var smíðaður í Kaupmannahöfn árið 1875. Járn og stál. 88 brl. 250 ha. 2 þennslu gufuvél. Skipið var flutt inn árið 1923, hét þá Rolf. Fékk nafnið Siglunes SI 15 og var í eigu Henriks Henriksens á Siglufirði frá 7 júní það ár. Selt 3 febrúar 1930, Fáfni h/f í Reykjavík, hét Fáfnir RE 3. Selt 20 júní 1934, Bergþóri Teitssyni í Reykjavík. Selt 26 nóvember 1937, Jóni Ásgeirssyni á Siglufirði, skipið hét Hringur SI 1. Skipið var lengt árið 1942, mældist þá 93 brl. Ný vél (1942) 190 ha. Gummins díesel vél. Selt 2 janúar 1946, Guðmundi Jörundssyni á Akureyri, skipið hét Njörður EA 767. Ný vél (1947) 200 ha. Ruston díesel vél. Selt 1 mars 1947, Pálmari G Guðnasyni á Akureyri, Steingrími Sigurðssyni á Hjalteyri og Jóni G Sólnes á Akureyri. 5 júlí 1949 var skráður eigandi Sólnes h/f á Akureyri. Selt árið 1957, Húnasíld h/f á Höfðakaupstað. 25 júlí sama ár var Fiskveiðasjóður skráður eigandi. Selt 29 janúar 1958, Vísundi h/f í Reykjavík, skipið hét Vísundur RE 280. Talið ónýtt og tekið af skrá árið 1963.

Hringur SI 1 við bryggju á Siglufirði. Sennilega er það togarinn Þórólfur RE 134 sem sést í aftan við Hring. Ljósmyndari óþekktur.

Hringur SI 1 eftir lenginguna árið 1942.                    Ljósmyndari óþekktur, mynd úr Íslensk skip.


Flettingar í dag: 397
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 841
Gestir í gær: 220
Samtals flettingar: 1536829
Samtals gestir: 415056
Tölur uppfærðar: 17.9.2019 08:42:47