03.12.2016 10:50

Magnús NK 84. TFXE.

Magnús NK 84 var smíðaður í Gordon í Skotlandi árið 1906. 75 brl. 145 ha. 2 þennslu gufuvél. Fyrsti eigandi hér á landi var Sigurður Hallbjarnarson á Akranesi frá desember 1939, hét Sigrún MB 27. Skipið var keypt frá Færeyjum og hét þar Industri og stundaði síldveiðar við Ísland sumarið 1939. Skipið var selt 10 desember árið 1940, Ölver Guðmundssyni, Jónasi Thoroddsen, Jóhanni Magnússyni og Reyni Zoega í Neskaupstað, hét Magnús NK 84. Skipið var endurbyggt í Reykjavík árið 1941 og ný vél sett í það, 200 ha. Lister díesel vél. Eftir þessar breytingar nældist skipið 77 brl. 26 mars 1944, kaupir Guðmundur Sigfússon í Neskaupstað, hlut Ölvers í skipinu og ári seinna, hlut Jónasar. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá árið 1951.


Magnús NK 84 á sjómannadag í Neskaupstað árið 1943.                                 (C) Björn Björnsson.


Magnús NK 84 í bóli sínu á Norðfirði.                                                                     (C) Karl Pálsson.


Magnús NK 84 á síldveiðum sumarið 1944.   Ljósm: Einar Guðmundsson.


Magnús NK 84 á síldveiðum sumarið 1944. Ljósm: Einar Guðmundsson.

  Þýsk sprengjuflugvél ræðst á Norðfjarðarbáta 

Aðeins einu sinni á árum seinni heimstyrjaldarinnar urðu Norðfjarðarbátar fyrir árás óvina. Svo bar til eitt sinn að lokinni sölu í Englandi, að Magnús og Sleipnir höfðu samflot á siglingunni til Íslands. Gekk Magnús mun betur en Sleipnir, eða um 8 sjómílur, og til þess að flýta förinni tók Magnús Sleipni í tog. Þegar komið var langt á haf út eygðu skipverjar á Magnúsi flugvél, sem flaug mjög lágt yfir haffletinum. Flaug hún rétt fyrir framan stefni Magnúsar og skömmu síðar var skotið á skipið úr hríðskotabyssu. Ekkert skotanna hæfði og líklega hefur Þlóðverjunum ekki þótt bátarnir verulega girnilegt skotmark, því ekki gerði flugvélin aðra atlögu.

Frásögn Sigurjóns Ingvarssonar og Reynis Zoega.
             Sjómannadagsblað Neskaupstaðar 1981.
Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1540590
Samtals gestir: 415930
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 17:35:16