08.12.2016 07:30

1396. Gulley KE 31.

Gulley KE 31 var smíðuð hjá Básum h/f í Hafnarfirði árið 1974. 20 brl. 188 ha. Cummins díesel vél. Báturinn hét fyrst Haftindur HF 123 og var í eigu Karels Karelssonar í Hafnarfirði frá 2 október sama ár. Seldur 3 október 1978, Guðmundi Halldórssyni á Drangsnesi, hét Gunnvör ST 39. Seldur 29 desember 1988, Guðmundi R Guðmundssyni á Drangsnesi, sama nafn og númer. Ný vél (1994) 305 ha. Cummins díesel vél, 224 Kw. Báturinn var seldur 2004, Kári borgar ehf á Borgarfirði eystra, hét Glettingur NS 100. Seldur sama ár, Nýju húsi ehf, Vogum á Vatnsleysuströnd, hét Gunnvör ST 38. Seldur árið 2005, Nýju húsi Eignarhaldsfélagi ehf í Reykjavík, hét Lena GK 72, með heimahöfn í Vogum. Árið 2008 er báturinn í eigu Fast fjárfestingu ehf í Njarðvík. Báturinn var seldur árið 2010, Súðvíkingi ehf í Súðavík, hét Lena ÍS 61. Árið 2012 heitir báturinn Móna GK 303, sami eigandi en gerður út frá Sandgerði. Árið 2013 er báturinn skráður í Vogum, sama nafn og númer. Seldur sama ár, Mónu ehf í Reykjanesbæ, báturinn heitir Gulley KE 31 í dag.


Gulley KE 31 við bryggju í Keflavík 13 október 2013.


Gulley KE 31 við bryggju í Keflavík 13 október 2013.


Gulley KE 31 komin á land í Njarðvík 15 maí 2016.                    (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 975
Gestir í gær: 205
Samtals flettingar: 1535726
Samtals gestir: 414782
Tölur uppfærðar: 16.9.2019 02:32:25