11.12.2016 09:34

1664. Emma VE 219. TFUN.

Emma VE 219 var smíðuð hjá Tczew Yard í Tczew í Póllandi árið 1988. Stál. 82 brl. 715 ha. Caterpillar díesel vél, 526 Kw. Eigandi var Emma h/f í Vestmannaeyjum frá 18 maí árið 1988. Skipið var lengt í Intermarine skipasmíðastöðinni í Szczecin (Stettin) í Póllandi árið 1999, mældist þá 114 brl. Einnig var skipt um aðalvél, 760 ha. Caterpillar díesel vél, 559 Kw. Skipið var selt árið 2000, Berg-Huginn h/f í Vestmannaeyjum, hét Háey VE 244. Selt árið 2004, Dala Rafni h/f í Vestmannaeyjum, hét Dala Rafn VE 508. Selt árið 2008, Stíganda ehf í Vestmannaeyjum, hét Stígandi VE 77. Skipið var selt 16 maí 2013, Vinnslustöðinni h/f í Vestmannaeyjum, sama nafn og númer. Skipið var selt 2016, Tjaldtanga ehf á Ísafirði, skipið heitir Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 og gert út frá Ísafirði í dag.

Emma VE 219 í innsiglingunni til Vestmannaeyja.        Ljósmyndari óþekktur. Mynd af dagatali.

Emma VE 219 eftir lengingu.                                                                      (C) Snorri Snorrason.

Stígandi VE 77 í Njarðvíkurslipp.                                        (C) Þórhallur S Gjöveraa. 15 maí 2016.

Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 við Grandagarð.          (C) Þórhallur S Gjöveraa. 10 nóvember 2016.


         Emma VE 219 lengd í Póllandi 

Togbáturinn Emma VE 219 kom til Vestmannaeyja í byrjun árs eftir verulegar endurbætur í Póllandi. Skipið var m.a lengt um 5,5 metra og er nú 28,94 metrar að lengd. Eftir lenginguna rúmast 128 fiskikör í lest á móti 68 körum áður. Skipið var smíðað hjá TCZEW Yard í Póllandi árið 1988 og teiknað hjá Ráðgarði Skiparáðgjöf hf, sem einnig sá um hönnun breytinganna nú. Skipið er í eigu Emmu ehf  í Vestmannaeyjum sem er að jöfnu í eigu skipstjórans Kristjáns Óskarssonar og Arnórs Páls Valdimarssonar 1. vélstjóra. Stýrimaður og afleysingaskipstjóri er Óskar Kristjánsson.
Emma VE var lengd um rúma 5,5 metra hjá skipasmíðastöðinni Intermarine í Stetting í Póllandi. Lunningar á efra þilfari voru hækkaðar upp í 2,2 metra, lunning á stefni var hækkuð nokkuð og skýli byggt á afturbrú yfir hífingavindur á brúarreisn. Netatromla var sett niður fyrir aftan reisnina. Nýju þilfarshúsi var komið fyrir bakborðsmegin á efra þilfari með stigagangi niður á vinnsluþilfar. Aðalvélinni var skipt út fyrir nýja. Vélin er sama grunntegundin og áður, endurbætt með tölvustýrðri eldsneytisinnsprautun og er 786 hestöfl við 1200 sn/mín. Skrúfugírinn var yfirfarinn og skipt um allar legur. Aðstaða fyrir áhöfn var endurbætt með nýrri setustofu og stakkageymslu sem komið var fyrir stjórnborðsmegin við íbúðir. Vinnsluþilfarið var allt endurgert og klætt. Lenging skipsins kemur öll fram í lestinni, sem nú rúmar 128 fiskikör og er um 210 rúmmetrar.

Ægir. 3 tbl. 1 mars 1999.
















Flettingar í dag: 1087
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 906
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 719814
Samtals gestir: 53471
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 22:31:31