13.12.2016 10:35

2025. Bylgja VE 75. TFHQ.

Bylgja VE 75 var smíðuð hjá Slippstöðinni á Akureyri árið 1992. 277 brl. 993 ha. Yanmar díesel vél, 730 Kw. Eigandi var Matthías Óskarsson í Vestmannaeyjum frá 14 mars 1992. Eigandi í dag er Bylgja VE 75 ehf og er skipið gert út frá Vestmannaeyjum.


Bylgja VE 75.                                                                                             Ljósmyndari óþekktur.


Bylgja VE 75 í reynslusiglingu á Eyjafirði 14 febrúar 1992.                               (C) Páll A Pálsson.


                    Bylgja VE 75

Nýtt fiskiskip bættis við flota Eyjamanna 14. mars s.l., en þann dag afhenti Slippstöðin hf. á Akureyri m/s Bylgju VE 75, sem er nýsmíði stöðvarinnar nr. 70. Skipið er smíðað sem skuttogari og er með búnað til vinnslu og frystingar á flökum. Skipið er hannað af Slippstöðinni hf. og hófst smíðin fyrir nokkrum árum án kaupanda. Á s.l. hausti, er smíði skipsins var lokið að mestu að undanskilinni tækjaniðursetningu og ýmsum frágangi, samdi núverandi eigandi um kaup á skipinu. Bylgja VE 75 er annað skipið sem Slippstöðin afhendir á skömmum tíma til Vestmannaeyja, hið fyrra var Þórunn Sveinsdóttir, afhent í júlí á s.l. ári. Hin nýja Bylgja VE 75 kemur í stað Bylgju VE 75 (sk.skr. nr. 1443), 149 rúmlesta stálfiskiskips, sem smíðuð var í Stálvfk hf. árið 1976 og skemmdist í bruna á s. I. hausti. Bylgja VE 75 er í eigu Matthíasar Óskarssonar í Vestmannaeyjum, sem jafnframt er skipstjóri. Yfirvélstjóri á skipinu er Einar Axel Gústafsson.

Ægir. 3 tbl. 1 mars 1992.

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1540590
Samtals gestir: 415930
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 17:35:16