14.12.2016 10:44

Hafþór NK 76.

Hafþór NK 76 var smíðaður í Frederikssund í Danmörku árið 1930. Eik og fura. 23 brl. 96 ha. Tuxham vél. Hét fyrst Hafþór MB 33 og eigendur voru Ingjaldur Þ Sveinsson, Ragnar Friðriksson og Hjalti Benónýsson á Akranesi frá 30 desember 1930. Báturinn var seldur 4 júlí 1939, Jóni Guðmundssyni í Sandgerði, hét þá Hafþór GK 210. Seldur 6 október 1944, Óskari Lárussyni í Neskaupstað, báturinn hét Hafþór NK 76. Ný vél (1947) 115 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 14 september 1954, Meitlinum h/f í Þorlákshöfn, hét þar Gissur Ísleifsson ÁR 6. Báturinn strandaði í september árið 1958 og eyðilagðist.


Hafþór NK 76.                                                                                             (C) Björn Björnsson.

                 S.Ú.N tekur Hafþór NK 76 á leigu


Árið 1953 varð fyrst af því að S.Ú.N (Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað) tæki bát á leigu í þeim tilgangi að að gera hann út til að afla fiskvinnslustöðinni hráefnis. Var hér um að ræða 23 lesta bát, Hafþór NK 76, sem var í eigu Óskars Lárussonar útgerðarmanns í Neskaupstað. Var báturinn tekinn á leigu í 4 mánuði það ár.

Norðfjörður, saga útgerðar og fiskvinnslu. Smári Geirsson 1983.
Flettingar í dag: 293
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1540357
Samtals gestir: 415884
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 05:26:33