02.02.2017 13:38

20. Ásúlfur ÍS 202. TFWR.

Ásúlfur ÍS 202 var smíðaður hjá Skipasmíðastöð A/S Sverre í Gautaborg í Svíþjóð árið 1947. Eik. 97 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Ríkissjóður Íslands frá 10 maí 1947. Selt 6 maí 1949, Skutli h/f á Ísafirði. Árið 1953 var skipið endurmælt, mældist þá 102 brl. Ný vél (1959) 375 ha. Kromhout díesel vél. Skipið var selt 12 nóvember 1963, Þorsteini N Halldórssyni í Keflavík, hét Gulltoppur KE 29. Skipið var endurmælt 1966, og mældist þá 90 brl. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 6 september árið 1967.


Ásúlfur ÍS 202.                                                                                   (C) Sigurgeir B Halldórsson.


Ásúlfur ÍS 202. Líkan.                                                           (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


                   Nýr Svíþjóðarbátur

Haraldur Guðmundsson, skipstjóri, kom hingað til bæjarins með nýjan vélbát frá Svíþjóð þann 15. þessa mánaðar. Heiti bátsins er Ásúlfur ÍS 202 en eigandi hans er Skutull h.f. Ísafirði. Jón Björnsson skipstjóri í Reykjavík sigldi bátnum til landsins frá Svíþjóð. Haraldur Guðmundsson hefur dvalið í Svíþjóð undanfarna mánuði eða frá því í nóvember á síðastliðnu ári, til þess að fylgjast með smiði bátsins. Báturinn er 103 smálestir að stærð og útbúin nýtízku tækjum, svo sem dýptarmæli, sendi og móttökutækj um, ásamt miðunarstöð. Í bátnum er aðalvélin Atlas-Pólar diesel 260 ha. og tvær bolinder ljósavélar. Bátur þessi lítur príðilega út að öllum frágangi og eru vistarverur allar rúmgóðar og þægilegar í alla staði. Hann er byggður eftir teikningu Daníels Þorsteinssonar skipasmiðs í Reykjavík, en smíði hans framkvæmdi skipasmiðastöðin A/S Sverre í Gautaborg. Ganghraði bátsins reyndist á heimleiðinni vera 9 sjómílur til jafnaðar. Veður var gott mestalla leiðina og reyndist báturinn vel á sjó, að því er frekast varð séð. Vegna þess hvað áliðið er vors verður báturinn ekki gerður út á veiðar fyrr en á síldarvertíð í sumar.

Vesturland. 22 maí 1947.


Flettingar í dag: 830
Gestir í dag: 237
Flettingar í gær: 818
Gestir í gær: 235
Samtals flettingar: 1538876
Samtals gestir: 415629
Tölur uppfærðar: 19.9.2019 18:59:45