04.02.2017 15:10

2 m. sk. Haffrúin (Havfruin) LBFC.

Skonnortan Haffrúin var smíðuð í Kjerteminde í Danmörku árið 1875. Eik. 38 brl. Fyrsti eigandi hér á landi mun hafa verið Jón Jónsson snikkari, fæddur í Geiteyjum á Breiðafirði árið 1829. Hann mun hafa gert skipið að mestu út á hákarlaveiðar. Árið 1879 er skipið komið í eigu Kristjáns Andréssonar í Meðaldal og fl. í Dýrafirði. 30 mars árið 1880 komst skipið í eigu Lárusar A Snorrasonar á Ísafirði og í Kaupmannahöfn. Árni Sveinsson kaupmaður á Ísafirði átti skipið einnig og þá trúlega um aldamótin 1900.Haffrúin fékk skráningarnúmerið ÍS 27 um 1905. Skipið var selt Hjálmari Sigurðssyni kaupmanni í Stykkishólmi árið 1914-15. Í sjómannaalmanaki frá 1917 er Hjálmar skráður eigandi og skipið þar sagt 40,23 brl. að stærð. Skipið var talið ónýtt og rifið á Bíldudal ekki löngu síðar.


Haffrúin. Þetta líkan af skonnortunni er í Þjóðminjasafninu. Líkanið smíðaði Hálfdán Bjarnason skipasmiður á Ísafirði.                                              
(C) Þórhallur S Gjöveraa. 3 febrúar 2017.


                  Þingeyrarflotinn

 "HAFFRÚIN" með heill og prýði höppum sækir að. Kristján ræður röskum lýði rostungs fram um hlað. Fagurt skip og guma góða geta menn þar séð, þó að herði hræsvelg óðan heppnin þeim er með"
Vísa þessi mun vera ort eftir Sighvat Grímsson Borgfirðing á tímabilinu 1890-95, sem lengi átti heima í Dýrafirði.
 "HAFFRÚIN" átti ekki heima á Þingeyri. Hún var keypt frá Danmörku. Lárus Snorrason á Ísafirði, Jón snikkari og "Hnífsdalfólkið" keypti hana. Hún var gerð út frá verzlun Lárusar Snorrasonar. Skipstjórinn var Dýrfirðingur, Kristján Andrésson frá Meðaldal. Verður hans að nokkru getið síðar. Með "HAFFRÚNA" kom danskur skipstjóri hingað til lands. Í Danmörku hafði skipið verið lystiskip. Það var skonnorta, afar fallegt og vandað skip og ágætur siglari, "fartaði vel", en "tók ekki hátt"  gekk ekki vel, ef stýrt var nærri vindi, varð að fá seglin full af vindinum, "hálsarnir máttu ekki kitla". Hálsarnir = framrönd seglsins, kitla = blakta). "RÓSAMUNDA" sigldi betur, "tók hærra." "HAFFRÚIN" var með "hálfdekki" fram fyrir aftursiglu = þilfarið lá hærra þar en annarsstaðar, um 20 þumlungum hærra en framar á skipinu. Á sumum skipum voru töppur til uppgöngu á "hálfdekkið", ef það var miklu hærra en hinn hluti þilfarsins. Danski skipstjórinn var svo "fínn með sig", að ekki mátti renna færi upp á "hálfdekkinu". Þangað mátti ekki koma fiskblóð né slor.En þetta bann var ekki haldið lengi. En nú skulum við víkja nokkru nánar að skipstjóranum á "HAFFRÚNNI", Kristjáni Andréssyni. Þar er aðalheimildarmaður minn Sigurður. Fr. Einarsson, en hann hafði mestan fróðleik sinn um hann frá Ólafi Guðbjarti Jónssymi í Haukadal, sem gerþekkti Kristján, eins og fram mun koma hér síðar.
Hann var skipstjóri á þessu skipi mörg ár og aflaði ágætlega. Hann var dugnaðarmaður með afbrigðum, sem gat "valið úr fólki", eins og þá var sagt um þá, sem menn sóttust eftir að komast í skipsrúm hjá. Hann var í hvívetna framfaramaður og stundaði sjómennskuna  bæði á þilskipum og bátum að haustinu. Hann hafði brennandi áhuga fyrir öllu því, sem að sjósókn og aflabrögðum laut. Kristján Andrésson varð fyrstur manna til að halda sjómannaskóla á heimili sínu á vetrum. Margir ungir og efnilegir menn nutu þar fræðsu hans og hvatningar svo vel, að þeir voru honum þakklátir alla ævi sína, dáðu hann og virtu.
Látum Sigurð Fr Einarsson segja frá: "Sá, sem bezt sagði már frá Kristrjáni, Skóla hans og heimili, var Ólafur Guðbjartur Jónsson í Haukadal, hinn mikli dugnaðar og sómamaður. Ég var háseti hjá Ólafi. Einu sinni spurði ég hann í einfeldni minni, hvort þeir, (sem hefðu Iært siglingafræðina bara hjá Kristjáni í Meðaldal, gætu siglt til annara Ianda. Þá segir Ólafur, "Það væri ekki Kristjáni að kenna, þó að við, strákarnir hans, gætum ekki siglt kringum heiminn". Í þessum látlausu orðum Ólafs Guðbjarts, fannst mér Iiggja svo mikil hlýja, viðurkenning og þakklæti, sem bezt er hægt að borga fyrir sig með". Ekki vita menn til þess, að Kristján hafi verið styrktur hið minnsta, hvorki til skólahalds né annars. Hann keypti fyrsta vélbátinn, sem til Dýrafjarðar kom. Þetta var lítill opinn bátur, með Alpha-vél. Á þessum báti sótti Kristján jafnvel alla leið norður í Djúpsál til sílld og þorskveða. Kristján Halldórsson frá Vöðlum, er heimildarmaður að eftirfiarandi upplýsingum um "HAFFRÚNA", hún var keypt af "Hnífsdalsfólki" o. fl., eins og getið hefur Verið um hér framar. Þegar Bjarni Halldórsson í Hnífsdal og Páll bróðir hans féllu frá, komst skipið í eigu Árna Sveinssonar kaupmanni á Ísafirði. Þegar hann fluttist tii Reykjavíkur, keypti Bergur Rósinkransson kaupmaður á Flateyri "HAFFRÚNA".
Árið 1910 var skipstjóri á henni Jón Bjarnason frá Patreksfirði. Bergur Rósinkransson átti skipið Már. Þaðan fór það til Geirseyrar í Patreksfirði. Stóð það þar uppi alllengi og var keypt og rifið af Gísla Jóhannessyni skipasmið á Bíldudal. Hann smíðaði bát úr sumu af efninu, og nefndi hann "HAFFRÚ". Þennan bát seldi hann til Súgandafjarðar. Þar keypti hann Helgi Sigurðsson Skipstjóri."HAFFRÚIN" var gullfallegt, sterkt skip og vandað. Það var venja á Þingeyri að setja skipin á land að haustinu, þegar veiðitíminn var úti. Áttu þeir Brekku menn, Steindór og Guðmundur Jensson, oft ferð til Þingeyrar, til þess að líta eftir skútunni og sjá um, að allt væri eins og það átti að vera. Sigurður Fr. Einarsson segir svo orðrétt: "Sé ég þá stundum Steindór sál. bókstflega klappa skipinu og heyrði hann segja: "Og blessuð skútan." Honum þótti svo vænt um skipið, eins og það væri lifandi vera, gædd tilfinningum, og ég held eða mér sýndist að hann áliti það heilaga skyldu sína að vera góður við hana.
Þetta litla atvik, að ég $á hann klappa skipinu, lýsti, (að því er mér fannst) Steindóri sáluga eða hans innri  manni. Seinna komst ég að því, að ég hafði rétt fyrir mér í þessu. Hann var hin ágætasta sál, vandaður eins og gull, hreint gull, - áreiðanlegur, tryggur og vinafastur, og heimilisfaðir sem bezt verður á kosið. Allt hið sama get ég sagt um Guðmund sál. Jensson, sem var stýrimaður hjá Steindóri. Kjarkur þessara manna var ódrepandi, atorkan röm og viljinn óbiandi og gæfan rík. Þeim hlekktist aldrei á og sóttu þó sjóinn stíft. Ég er ekki viss um, hvar þeir lærðu siglingafræði, en líklega hjá Kristjáni í Meðaldal."

Tíminn Sunnudagsblað. 18 maí 1969.
Jón Kr Ísfeld tók saman.

Flettingar í dag: 653
Gestir í dag: 140
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1540717
Samtals gestir: 415968
Tölur uppfærðar: 21.9.2019 21:16:15