16.03.2017 21:04

Landlega Síldveiðiskipanna í Neskaupstað um og eftir 1960.

Ég held mig ennþá við bryggjurnar, nú eru það síldveiðiskipin sem liggja í röðum við bryggjurnar í Neskaupstað um árið 1960. Það hefur nú verið mikið fjör þegar mörg voru skipin í landi og íbúatala bæjarins tvöfaldast eða jafnvel meira. Margar sögurnar hefur maður nú heyrt um dansleiki sem haldnir voru í gamla Gúttó og svo síðar í Egilsbúð þegar hún var byggð árið 1962. Það hefur nú verið glatt á hjalla þegar fleiri hundruð sjómanna komu saman að skemmta sér og jafnvel sjómenn af erlendum skipum líka. Oft skarst í kekki með mönnum og stundum þurfti lögreglan í Neskaupstað með hjálp starfsbræðra sinna á Eskifirði og Reyðarfirði að skakka leikinn meðan hæst lét. En algengara var að sjómennirnir skemmtu sér vel og héldu svo til veiða daginn eftir ef veður leyfði. Síldarævintýrið hefur verið magnaður tími fyrir þá sem upplifðu þessa uppgripatíma í sögu þjóðarinnar.


Síldarbátar við bryggju í Neskaupstað um og eftir 1960.                               (C) Björn Björnsson.


Síldveiðiskipin í röðum við bryggjuna. Það gera tunnurnar líka.                   (C) Björn Björnsson.


Landlega í Neskaupstað um 1960.                                                              (C) Björn Björnsson.


Síldveiðiskipin liggja við bryggjurnar í Neskaupstað. Húsið í forgrunni er frystihús Íshúsfélags Norðfirðinga sem byggt var árið 1946. Þar við hliðina er Hafnarhúsið. Niður af því er ytri bæjarbryggjan. Verið er að bræða síld í síldarbræðslu SVN fyrir botni fjarðarins.                         (C) Reynir Zoega 1961.





.

Flettingar í dag: 460
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 723806
Samtals gestir: 53717
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 13:32:08